Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Svín í eldi.
Svín í eldi.
Mynd / ghp
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á svínasláturhús á Suðvesturlandi. Sektirnar nema samtals 450.000 krónum.

Þann 1. mars tilkynnti MAST að það hafi lagt 160.000 kr. stjórnvaldssekt á sláturhús á Suðvesturlandi vegna þess að fótbrotinn grís lá yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað.

„Grísinn mun hafa fótbrotnað í flutningi til sláturhússins. Samkvæmt reglum hefði átt að slátra honum strax við móttöku,“ segir í tilkynningu MAST.

Einnig er sagt frá því í sömu tilkynningu að sláturhús á Suðvesturlandi hafi brotið dýravelferðarlög þegar grís var vegna mistaka ekki sviptur meðvitund fyrir aflífun. Stjórnvaldssekt sú nam 145.000 krónum. Í apríl tilkynnti svo MAST að í mars hafi sláturhús á Suðvesturlandi verið sektað um 145.000 kr. vegna fráviks við aflífun á grís.

Fjögur sláturhús slátra svínum á Íslandi. Það eru B. Jensen og Norðlenska á Akureyri, Stjörnugrís á Kjalarnesi og SS á Selfossi. Sláturhús Stjörnugríss á Kjalarnesi er það eina sem tilheyrir Suðvesturumdæmi samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Skylt efni: stjórnvaldssekt

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...