Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaupfélag Skagfirðinga á nítján dótturfélög.
Kaupfélag Skagfirðinga á nítján dótturfélög.
Mynd / ghp
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúmlega 5,5 milljarðar króna.

Samkvæmt ársreikningi samstæðunnar, sem samanstendur af Kaupfélagi Skagfirðinga og nítján dótturfélögum, námu eignir í lok árs 2023 um 88,6 milljörðum króna.

Eiginfjárstaða fyrirtækisins styrktist á milli ára og nam 58,5 milljörðum króna í árslok 2023 en skuldir um 30 milljörðum kr.

Rekstrartekjur KS árið 2023 jukust um 8,7% milli ára og námu rúmlega 19 milljörðum króna á árinu 2023. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir hjá KS jókst um 18,7% milli ára og nam 2,5 milljörðum króna. Tekjur samstæðunnar allrar námu 52,6 milljörðum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir jókst um 4,1% og nam 8,4 milljörðum króna.Samkvæmt samstæðu- reikningnum jukust langtímakröfur milli áranna 2022 og 2023 um tæpan milljarð króna, fóru úr um 1,4 milljörðum í um 2,4 milljarða. Undir þessu heyra skuldabréfalán sem eru bæði verðtryggð og óverðtryggð, gefin út til allt að sex ára og bera allt að 14% vexti samkvæmt skýringu.

Dótturfélög og eignarhlutir í hlutdeildarfélögum

Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga er víðtæk. Samvinnufélagið heldur úti mikilli atvinnustarfsemi í Skagafirði og víðar. Helstu rekstrareiningar eru, að því er fram kemur í samstæðureikningnum, mjólkurafurðastöð, kjötafurðastöð, bifreiðaverkstæði,vélavekstæði, dagvöruverslun og byggingavöruverslun í Skagafirði.Einnig stunda önnur félög samstæðunnar fjölbreyttan rekstur víðar um land, s.s. við slátrun, kjötvinnslu, flutninga, framleiðslu á fóðri, byggingavörum sem og við eignarhalds- og fjárfestingastarfsemi.

Samvinnufélagið á FISK-Seafood ehf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki og Grundarfirði. Þá á KS einnig meirihluta Fóðurblöndunnar hf. sem á Bústólpa. Meðal annarra dótturfélaga er Esja Gæðafæði, sem vinnur bæði íslenskt og erlent kjöt og selur til endursöluaðila, Sláturhús Hellu og Sláturhús KVH á Hvammstanga, Norðlensk orka ehf., sem á Héraðsvötn ehf., Vogabær og Vörumiðlun, sem rekur flutningaþjónustu víðs vegar um land.

Metafkoma VSV

Samstæðan á ýmsa verðmæta eignarhluti í hlutdeildarfélögum. Þar á meðal 32,9% hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en vegna leiðréttingar á svokölluðum þýðingarmun hækkaði eignarhlutur KS í félaginu um tæplega 1,8 milljarða króna skv. ársreikningi. Vinnslustöðin skilaði metafkomu á árinu 2023 og á aðalfundi þess þann 4. apríl sl. var samþykkt að greiða hluthöfum 900 milljóna króna arð.

KS á 20% hlut í Mjólkursamsölunni en einnig hluti í félögum sem tengjast útflutningi á skyri. Einnig á Kaupfélagið 19,5% í Þórsmörk ehf., sem á Árvakur hf., sem rekur Morgunblaðið. KS á einnig að öllu leyti Nýprent ehf., sem rekur Feyki, fréttablað Norðurlands vestra.

Árið 2023 bættust við eignarhaldsfélögin Gleðidagur og Gleðiskopp á lista hlutdeildarfélaga sem samstæðan á eignarhluti í.

Einnig á KS fjárfestingafélag sem fer með eignarhald á verðbréfum í 11% eignarhlut í hollenska skipafélaginu Cargow B.V., en sá hlutur var bókfærður á tæpan milljarð króna árið 2022.

Tvö ný í aðalstjórn

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga fór fram 23. apríl sl. í Menningarhúsinu Miðgarði.

Mannaskipti urðu í stjórn félagsins á fundinum. Atli Már Traustason, Ytri- Hofdölum og Ásta Pálmadóttir, Sauðárkróki, voru kjörin í aðalstjórn í stað Guðrúnar Sighvatsdóttur og Péturs Péturssonar. Aðrir í stjórn eru Bjarni Maronsson, stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn frá árinu 1989, Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Hjörtur Geirmundsson og Þorleifur Hólmsteinsson. Varamenn í stjórn eru Guðrún Lárusdóttir, Ingi Björn Árnason og Viggó Jónsson.

Fjöldi félagsaðila Kaupfélags Skagfirðinga í árslok 2023 var 1.277 og starfsmenn KS eru 233 talsins.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...