Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum og veit hvert hann vill stefna. Nú er góður tími til að búa í haginn fyrir framtíðina enda vatnsberanum allir vegir færir. Hann skal ekki hika við að stefna hátt og nýta þau sambönd sem hann hefur. Happatölur 6, 31, 18.

Fiskurinn hefur tekið eftir því að einn þáttur í lífi hans virðist aldrei ganga upp heldur vera fastur í einni hringavitleysu. Þarna þarf hann að staldra við og velta fyrir sér hver þáttur hans sjálfs sé í þessum efnum og hverju hann getur breytt. Ekki ana að neinu heldur íhuga. Happatölur 32, 8, 54.

Hrúturinn hefur notið frelsis að einhverju leyti undanfarið og endurnærst meira en það þorði að vona. Nú er tíminn til að ganga í verkin sem hafa legið á hakanum enda einungis til heilla. Einhver rómans svífur í loftinu sem mun ýta undir talsvert tilfinningaflæði. Happatölur 12, 66, 9.

Nautið bíður óþreyjufullt eftir að vori bæði í hug og hjarta. Einnig á það bágt með að taka skref í átt til eigin betrunar en ætti að muna að hlutirnir gerast víst ekki af sjálfu sér. Bið verður enn á flestum vígstöðvum nautsins en í lok mánaðar fara hlutirnir að gerast. Happatölur 3, 12, 32.

Tvíburinn sér fyrir sér að nota sumarið til heilsubótar og virkilega taka sig á, á ýmsum sviðum. Hann þarf að lægja öldur sem hann er valdur að og vera heiðarlegur við sjálfan sig. Vera óhræddur við að taka á sig sökina þegar þannig ber undir. Happatölur 5, 41, 63.

Krabbinn finnur aukinn kraft með aukinni sólu. Hann þarf að gæta þess þó að fara ekki offari, nú loksins þegar hann skríður úr skel sinni, en virkja fremur innri frið. Eitthvað hleypur hann á sig en er snar að snúa við blaðinu þegar hann áttar sig á mistökunum. Hafa skal í huga að það er fyrir bestu. Happatölur 2, 53, 67.

Ljónið hefur ákveðið að taka aðeins til hendinni í tengslum við gamla löngun sem hefur kviknað aftur innra með honum. Hann er óhræddur og bjartsýnn enda hefur hann nú skýrari sín á allt hlutaðeigandi en áður. Stjörnurnar eru honum hliðhollar og því engu að tapa. Happatölur 85, 5, 7.

Meyjan þyrfti að halda trú sinni á sjálfa sig og vera óhrædd við að telja líf sitt á góðri leið. Hver dagur verður henni auðveldari þegar sjálfstraustið er hátt og hún skal muna að þar er hún á réttum stað. Vantrú og leiði ættu ekki að vera sterkari tilfinningarnar. Happatölur 56, 9, 87.

Vogin er að venju létt í lund og smitar það verulega út frá sér í nýjum félagsskap. Hún ætti ekki að láta neinn bilbug á sér finna þegar kemur að því að feta ótroðnar slóðir enda happadrjúg skrefin sem nú eru tekin – en það mun sýna sig síðar á árinu. Happatölur 10, 38, 21.

Sporðdrekinn er auðmjúkur þessa dagana. Honum gerist æ frekar ljóst að hann þarf, eins og aðrir, að brjóta odd af oflæti sínu, jafnvel þó hann telji sig vita best. Happavænleg skref verða tekin með þetta viðhorf í farteskinu og leiðin einungis upp á við. Happatölur 19, 55, 11.

Bogmaðurinn veltir ýmsu fyrir sér á nýju ári og þá helst hverju mætti breyta frá því í fyrra. Hann er nokkuð drjúgur með sjálfan sig – og má vel vera það – enda tókst honum afar vel upp síðastliðið ár. Eitthvað er þó að angra hann sem þarf að leysa sem fyrst, og helst fyrir fyrstu vikuna í júní. Happatölur 2, 45, 52.

Steingeitin fagnar rísandi sól og gleðst yfir nýju lífi náttúrunnar. Gott væri að leyfa þeirri hamingjutilfinningu að ríkja í huga hennar sem lengst og deila á sem flesta. Vera óhrædd við að hafa samband við ástvini og njóta lífsins með þeim til hins ýtrasta. Happatölur 3, 34, 76.

Skylt efni: stjörnuspá

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið
Líf og starf 21. júní 2024

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið

Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um...

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...