Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Svarfaðardalurinn 5. maí.
Svarfaðardalurinn 5. maí.
Mynd / mþþ
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum Veðurstofu Íslands.

Sigurgeir Hreinsson.
Mynd /mþþ

Kaldast hefur verið á norðanverðu landinu og hafa eftirhreytur vetrarins teygt sig þar inn í byrjun sumars sem hefur orðið þess valdandi að vorverkum bænda seinkar víðast hvar. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, segir að fyrir flesta bændur á svæðinu sé vorkoman köld, sein og til leiðinda – ekkert verra en það.

„Þeir eru svona að skríða af stað í jarðvinnslu en hafa verið að keyra skít. Það er enn þá dálítið mikið frost í jörðu víða en það er þó það langt niður á klakann að menn eru svona við það að fara af stað.“

Óvissa með Svarfarðardal

„Í flestum sveitum verða túnin örugglega bara í lagi, en eins og ég segi, sein af stað vegna kulda ofan frá og neðan á meðan hér eru enn kaldar nætur og almennt svalt. En engin skelfing, en víða óvissa enn þá um hvenær hægt verður að sá korni,“ segir Sigurgeir.

„En svo bíður maður í svolítilli óvissu eins og með Dalvíkurbyggðina og Svarfaðardalinn sérstaklega. Þar er búið að vera svo lengi klaki að bændur hafa átt von á því að þar verði umtalsvert kal í túnum. En ég fór nú þar um sveitir á dögunum og maður fann hvergi þessa rotnunarlykt sem fylgir oft kalinu, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal um það. En það kæmi verulega á óvart ef ekki yrði umtalsvert kal þar.“

Lítil kalhætta í Eyjafirði

Sigurgeir telur ekki mikla hættu á kali á öðrum svæðum í hans umdæmi og nálægum sveitum.

„Hér í Eyjafirðinum og í Suður- Þingeyjarsýslu þar sem ég þekki til komu svell það seint að þar á ekki að vera kalhætta nema að litlu leyti. Gamla þumalputtareglan segir að ef gras er undir svelli í 90 til 100 daga samfellt þá sé umtalsverð hætta á kali.

Svo eru ýmsar aðstæður sem geta haft áhrif til góðs eða ills. Til dæmis hefur verið talað um að ef svell er mjög glært og sólin skín í gegn, að það sé mjög óheppilegt því birtan ýti undir að grasið fari af stað undir svellinu. Eins ef það eru göt á svellinu, þá dreifist loftið undir og getur hjálpað til.“

Enga rotnunarlykt að finna

Sigurgeir segir að rotnunarlykt sé ákveðin vísbending um að kal sé að finna í túnum. „Nú hagar því þannig til í Svarfaðardal að það er komið langt fram úr þessum tíma sem talað er um, en samt var ekki þessa rotnunarlykt að finna þegar ég var þar nýlega á ferð þannig að það er dálítið erfitt að segja til um það hvernig staðan er þar.

En almennt má segja að vorverk bænda verði eitthvað þyngri og erfiðari vegna kuldans og klaka í jörðu, án þess að það komi verulega að sök. Undanfarin flest ár hafa menn getað sett út lambfé á beit svona jafnóðum og menn hafa viljað, en nú er varla hægt að tala um að það sé komin nokkur beit neins staðar enn þá.

Það eru rétt einstaka blettir í skjóli orðnir grænir. Þó sé ég hérna handan fjarðarins á Svalbarðsströndinni að það er að byrja að koma vottur af grænum litatóni. Ef það hlýnar, eins og spáir um helgina, þá hlýtur þetta nú að fara að koma,“ sagði Sigurgeir þegar rætt var við hann á miðvikudaginn í síðustu viku.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...