Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna starfshóp sem afla á upplýsinga og finna rannsóknum á drómasýki farsælan farveg.

Á deildarfundi hrossabænda var samþykkt tillaga þess efnis að stofnaður yrði starfshópur sem tæki saman stöðu rannsókna á drómasýki í íslenskum hrossum.

Sonja Líndal dýralæknir.

Sonja Líndal, dýralæknir og hrossaræktandi á Lækjarmóti, bar fram tillöguna á fundinum og hefur stjórn hrossabændadeildar þegar beðið hana að fara fyrir starfshópnum. „Vandamálið er vaxandi. Grípa þarf í taumana svo hægt verði að rækta kvillann úr stofninum enda er oft og tíðum um gríðarlegt fjárhagslegt tjón að ræða fyrir hrossaræktendur,“ segir hún en í tillögunni segir að margir dýralæknar og hrossaræktendur telji að drómasýki sé að aukast í hinum ræktaða hrossastofni.

Óstöðug og hengja haus

Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er að sögn Sonju arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni. „Þess á milli er allt eðlilegt að sjá. Einkennin eru mismikil á milli einstaklinga en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar felldir þar sem þeir eru óöruggir til reiðar og óskynsamlegt að nota til undaneldis. Arfberar sjúkdómsins sýna ekki einkenni,“ segir Sonja.

Vilja opinbera arfbera

Starfshóp um drómasýki er ætlað að greiða götur rannsókna sem Freyja Imsland erfðafræðingur hefur unnið um sjúkdóminn auk þess að skoða möguleika á styrkjum og frekari rannsóknum um sjúkdóminn.

„Það verður vonandi til þess að upplýsingar um arfbera sjúkdómsins yrðu gerðar opinberar,“ segir Sonja.

Skylt efni: drómasýki

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...