Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna starfshóp sem afla á upplýsinga og finna rannsóknum á drómasýki farsælan farveg.

Á deildarfundi hrossabænda var samþykkt tillaga þess efnis að stofnaður yrði starfshópur sem tæki saman stöðu rannsókna á drómasýki í íslenskum hrossum.

Sonja Líndal dýralæknir.

Sonja Líndal, dýralæknir og hrossaræktandi á Lækjarmóti, bar fram tillöguna á fundinum og hefur stjórn hrossabændadeildar þegar beðið hana að fara fyrir starfshópnum. „Vandamálið er vaxandi. Grípa þarf í taumana svo hægt verði að rækta kvillann úr stofninum enda er oft og tíðum um gríðarlegt fjárhagslegt tjón að ræða fyrir hrossaræktendur,“ segir hún en í tillögunni segir að margir dýralæknar og hrossaræktendur telji að drómasýki sé að aukast í hinum ræktaða hrossastofni.

Óstöðug og hengja haus

Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er að sögn Sonju arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni. „Þess á milli er allt eðlilegt að sjá. Einkennin eru mismikil á milli einstaklinga en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar felldir þar sem þeir eru óöruggir til reiðar og óskynsamlegt að nota til undaneldis. Arfberar sjúkdómsins sýna ekki einkenni,“ segir Sonja.

Vilja opinbera arfbera

Starfshóp um drómasýki er ætlað að greiða götur rannsókna sem Freyja Imsland erfðafræðingur hefur unnið um sjúkdóminn auk þess að skoða möguleika á styrkjum og frekari rannsóknum um sjúkdóminn.

„Það verður vonandi til þess að upplýsingar um arfbera sjúkdómsins yrðu gerðar opinberar,“ segir Sonja.

Skylt efni: drómasýki

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...