Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá aðalfundi Auðhemlu
Frá aðalfundi Auðhemlu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni í maí vegna góðs gengis Íseyjar útflutnings ehf. á árinu 2023.

Í fyrra hækkuðu tekjur Íseyjar útflutnings um 673 milljónir króna á milli ára, eða 21,3 prósent, sem er tilkomið vegna aukinnar sölu, hækkaðs verðs og hagræðingar í rekstri. Heildarrekstrartekjur ársins 2023 voru 3.838 milljónir króna. Hagnaður félagsins hækkaði um 133,3 milljónir milli ára og var heildarhagnaðurinn 204,5 milljónir króna.

Starfsemi Íseyjar útflutnings snýr að mestu leyti að útflutningi á skyri og heildverslun með mjólkurafurðir. Frá þessu er greint í ársskýrslu Auðhumlu og í frétt á vef samstæðunnar.

Greitt samkvæmt innlagðri mjólk

Stjórn Íseyjar útflutnings ehf. ákvað að af hagnaðinum muni 200 milljónir króna verða greiddar í arð til eigenda félagsins. Það er í 80 prósenta eigu Auðhumlu á meðan 20 prósent eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Því féllu 160 milljónir í hlut Auðhumlu og samþykkti aðalfundur samvinnufélagsins tillögu stjórnar um að sú upphæð yrði greidd mjólkurframleiðendum í samræmi við innlagða mjólk árið 2023. Greiddar verða 1,2 krónur fyrir hvern innlagðan lítra og því má kúabú sem framleiddi 400.000 lítra á síðasta ári gera ráð fyrir 480.000 króna arðgreiðslu. Þetta er í fyrsta skipti sem greiddur er arður til bænda af erlendri starfsemi Auðhumlu.

Áhersla á bestu markaðina

Í ársskýrslu Auðhumlu kemur fram að söluaukning hafi verið hjá Ísey útflutningi á öllum helstu mörkuðum árið 2023. Þar af var verulegur vöxtur í Finnlandi, Hollandi, Frakklandi og Sviss ásamt góðum stíganda í Bretlandi. Félagið hefur ákveðið að leggja meiri áherslu á þá markaði sem árangur hefur náðst á meðan horfið hefur verið frá þeim þar sem frammistaðan var ekki ásættanleg. Markmið félagsins er að komast aftur inn á þá markaði og verða stigin skref í þá átt á þessu ári.

Ísey skyr er framleitt á fimm stöðum í heiminum: Íslandi, Bretlandi, Danmörku, Japan og Nýja-Sjálandi. Þá hafa einnig verið gerðir leyfissamningar um framleiðslu skyrs eftir uppskrift Íseyjar útflutnings í Noregi og Bandaríkjunum. Skyrið sem Ísey útflutningur lét framleiða í Danmörku fór á markaði í Finnlandi, Frakklandi og Hollandi. Skyr Wales Ltd. framleiðir skyr fyrir Bretlandsmarkað í gegnum verksmiðju í Wales.

Ekki fengust svör frá Kaupfélagi Skagfirðinga við vinnslu þessarar fréttar um hvort félagsmenn þess hefðu notið ávinningsins af góðu gengi Íseyjar útflutnings á svipaðan hátt og kúabændur á starfssvæði Auðhumlu.

Má ekki niðurgreiða innanlandsmarkað

Elín M. Stefánsdóttir, stjórnarformaður MS og stjórnarmaður hjá Ísey útflutningi, segir að þetta sé mjög dýr starfsemi og því hafi allur hagnaður hingað til farið í uppbyggingu félagsins. Það skýri af hverju arðgreiðsla af þessu tagi hafi ekki verið möguleg fyrr. Þrátt fyrir að hagnaðarhlutfallið af rekstri Auðhumlu sé ekki mjög hátt sé ekki heimilt að láta erlenda starfsemi samstæðunnar niðurgreiða starfsemina innanlands. Rekstur Auðhumlu og Íseyjar útflutnings sé því aðskilinn og stjórn Auðhumlu taldi rétt að láta bændur njóta ágóðans.

Í nokkur ár hefur skyrið sem selt er í Sviss verið framleitt á Íslandi. Byrjað var að flytja út íslenskt skyr á Hollandsmarkað í byrjun árs. Þá er nokkurt magn af innlendum skyrvörum selt í Costco í Bretlandi. Sú framleiðsla er úr mjólk sem framleidd er umfram greiðslumark og umfram próteini og fá bændur ágóðann af henni strax.

Elín segir mjólkurframleiðsluna á Íslandi ekki vera nógu mikla til að sinna allri erlendri sölu á skyri, en sá þáttur sem sé mest takmarkandi séu tollkvótar í Evrópusambandinu og Bretlandi. Heildarsalan hafi verið 28.300 tonn erlendis á síðasta ári, en til samanburðar sé skyrsala hérlendis rétt um 2.800 tonn.

Skylt efni: Auðhumla

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...