Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ullarvikuhúfa
Hannyrðahornið 25. maí 2021

Ullarvikuhúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Nokkrir uppskriftahönnuðir hafa sammælst um að senda uppskriftir í Bændablaðið sem mæla með íslensku garni í uppskriftirnar. Hér kemur sú fyrsta úr smiðju Margrétar Jónsdóttur.

Efni:
50-60 gr Þingborgarlopi eða hulduband frá Uppspuna í aðallit
15-20 gr Þingborgarlopi eða hulduband frá Uppspuna í mynstur
40 eða 50 cm langir hringprjónar nr 4 og 5

Sokkaprjónar nr 5

Prjónafesta:
22 umf og 15 l = 10 x 10 cm
Gætið að prjónafestu og notið minni eða stærri prjóna ef þarf. Eins ef notað er annað band eða lopi en hér er mælt með.

Húfan
Fitjið upp á hringprjón nr 4 80-90 lykkjur í aðallit og prjónið stroff 8 umferðir, sjá teikningu.

(Ef þétt er prjónað þarf að bæta 10 lykkjum við stærðina þegar prjónað er úr huldubandi)

Hægt er að hafa stroffið breiðara ef vill og hafa húfuna þannig dýpri eða bretta upp á. Þegar stroffi lýkur er skipt yfir á hringprjón nr 5.

Prjónið áfram eftir teikningunni. Skiftið yfir á sokkaprjónana þegar hringprjónninn verður of langur í úrtökunni. Þegar 16 lykkjur eru eftir á prjóninum er slitið frá og spottinn hafður 30-40 cm langur. Notið nál til að þræða í gegnum lykkjurnar, fyrst í gegnum lykkjurnar í aðallit og hinar geymdar á prjónum á meðan og þræðið svo í gegnum þær líka og dragið prjóninn úr, gangið vel frá öllum endum að innanverðu.

Þvoið húfuna í höndunum í mildu sápuvatni, kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Notið hugmyndaflugið til að skreyta húfuna í toppinn.

Skylt efni: ull | íslenskt garn

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal