Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ytri-Hofdalir
Bóndinn 1. nóvember 2018

Ytri-Hofdalir

Halldór og Halldóra Lilja keyptu jörðina Ytri-Hofdali árið 1986 og fluttu  úr Svarfaðardalnum ásamt kettinum Pollý og tveimur sonum, Þórarni og Bjarka, og hófu blandaðan búskap. Ári seinna bættist Þórdís við. Þau hafa unað sér vel þar síðan.
 
Býli: Ytri-Hofdalir.
 
Staðsett í sveit: Í miðjum Skagafirði.
 
Ábúendur: Á neðri bænum búa Halldór Jónasson, Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og Þórarinn Már Halldórsson. Á efri bænum búa Þórdís Halldórsdóttir, Herbert Hjálmarsson og Hjálmar Herbertsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þetta telur allt frá ellilífeyrisþega niður í ungbarn og allt þar á milli. Tveir vel virkir Border Collie hundar, þeir Tappi og Krummi, og tveir fjósakettir; Branda og Panda.
 
Stærð jarðar?  187 ha, þar af tæp­lega 50 ha ræktaðir.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 31 mjólkurkýr í gömlu fjósi með brautarkerfi, 200 kindur í garða­húsum. 50 geldneyti og slatti af hrossum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar og endar með mjöltum á kúm, gjöfum hjá geldneytum og á veturna þegar búið er að taka inn, þá hjá sauðfé líka. Svo á milli eru tækluð þau viðfangsefni sem falla til, sem eru alltaf einhver, mismunandi bara eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður, göngur og þegar fæðist kvíga sem ekki er rauð á litinn (og lifandi) og fallega flekkótt lamb.
Leiðinlegast er að velja úr á sláturhús gimbrar og girðingarvinna.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði bara tæknivæddari mögulega.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Mætti vera kannski fjölbreyttari en annars er þetta á góðri leið.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við segjum bara eins og Sigurgeir Sindri myndi segja: „Framtíðin er björt“.
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með vaxandi upplýsinga­flæði til neytenda ættum við að einbeita okkur að því að halda okkar vörnum og halda okkar framleiðslum öllum hreinum. Hér er lítil lyfjanotkun og það er stórt tromp til framtíðarinnar litið til útflutnings. Ferskt innflutt kjöt inn á markaðinn er grafalvarlegt mál. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Örnu mjólkurvörur, (elsti bóndinn á bænum er með mjólkuróþol) Lýsi, egg og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Mikið steikt og vel krydduð lambaslög og kjöt og karrí.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fórum vestur á Snæfellsnesið í Mávahlíð fyrir mörgum árum að kaupa gimbrar og hrúta, það snarbreytti sauðfjárræktinni okkar. Og þegar að farið var úr þurrheysverkun í rúllurnar.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...