Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ytri-Hofdalir
Bærinn okkar 1. nóvember 2018

Ytri-Hofdalir

Halldór og Halldóra Lilja keyptu jörðina Ytri-Hofdali árið 1986 og fluttu  úr Svarfaðardalnum ásamt kettinum Pollý og tveimur sonum, Þórarni og Bjarka, og hófu blandaðan búskap. Ári seinna bættist Þórdís við. Þau hafa unað sér vel þar síðan.
 
Býli: Ytri-Hofdalir.
 
Staðsett í sveit: Í miðjum Skagafirði.
 
Ábúendur: Á neðri bænum búa Halldór Jónasson, Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og Þórarinn Már Halldórsson. Á efri bænum búa Þórdís Halldórsdóttir, Herbert Hjálmarsson og Hjálmar Herbertsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þetta telur allt frá ellilífeyrisþega niður í ungbarn og allt þar á milli. Tveir vel virkir Border Collie hundar, þeir Tappi og Krummi, og tveir fjósakettir; Branda og Panda.
 
Stærð jarðar?  187 ha, þar af tæp­lega 50 ha ræktaðir.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 31 mjólkurkýr í gömlu fjósi með brautarkerfi, 200 kindur í garða­húsum. 50 geldneyti og slatti af hrossum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar og endar með mjöltum á kúm, gjöfum hjá geldneytum og á veturna þegar búið er að taka inn, þá hjá sauðfé líka. Svo á milli eru tækluð þau viðfangsefni sem falla til, sem eru alltaf einhver, mismunandi bara eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður, göngur og þegar fæðist kvíga sem ekki er rauð á litinn (og lifandi) og fallega flekkótt lamb.
Leiðinlegast er að velja úr á sláturhús gimbrar og girðingarvinna.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði bara tæknivæddari mögulega.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Mætti vera kannski fjölbreyttari en annars er þetta á góðri leið.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við segjum bara eins og Sigurgeir Sindri myndi segja: „Framtíðin er björt“.
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með vaxandi upplýsinga­flæði til neytenda ættum við að einbeita okkur að því að halda okkar vörnum og halda okkar framleiðslum öllum hreinum. Hér er lítil lyfjanotkun og það er stórt tromp til framtíðarinnar litið til útflutnings. Ferskt innflutt kjöt inn á markaðinn er grafalvarlegt mál. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Örnu mjólkurvörur, (elsti bóndinn á bænum er með mjólkuróþol) Lýsi, egg og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Mikið steikt og vel krydduð lambaslög og kjöt og karrí.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fórum vestur á Snæfellsnesið í Mávahlíð fyrir mörgum árum að kaupa gimbrar og hrúta, það snarbreytti sauðfjárræktinni okkar. Og þegar að farið var úr þurrheysverkun í rúllurnar.
Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...