Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Wellingtonsteik og Oreo-ostakaka
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 13. janúar 2017

Wellingtonsteik og Oreo-ostakaka

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það má segja að Beef Wellington hafi verið jóla- og áramótasteik síðasta árs. Þeir sem keyptu tilbúna slíka steik dýru verði geta nú farið að undirbúa sig fyrir næstu stórveislu. Hér verða kennd handtökin frá grunni. Það má einnig skipta nautakjötinu út fyrir svínalund, lambafille – eða jafnvel fisk. Það er best að byrja að æfa sig strax á nýju ári. 
 
Beef Wellington
  • 1 stykki  nautalund (sem búið er að taka sinina af), eða annar góður kjöt- eða fiskbiti
  • salt og ferskur malaður svartur pipar
  • 1 matskeið dijon-sinnep
  • 2 box blandaðir sveppir (flúða, shiitake, portabello eða blandað)
  • 1–2 bréf  sneidd hráskinka
  • 1 stykki útflatt smjördeig
  • 1 egg, léttþeytt með gaffli
  • flögusalt, til dæmis frá Maldon eða íslenskt sjávarsalt
  • 1 búnt fínt skorinn graslaukur
Hitið tvær matskeiðar af olíu í pönnu yfir háum hita þar til olían fer aðeins að rjúka (passa sig samt). Steikið nautalundina og brúnið án þess að hreyfa hana, til að fá góða steikarhúð. Brúnið á alla kanta, um tvær mínútur í senn á hverri hlið. Flytjið yfir á fat. Setjið helming sveppa í matvinnsluskál og  saxið fínt (eða saxið í höndum). Hitið smjör á pönnu yfir miðlungsháum hita þar til smjörið er bráðið. Setjið heilu sveppina og söxuðu sveppina á pönnuna, steikið og kryddið til. Gott er að þurrka steiktu sveppina á pönnunni með smá brauðraspi eða þurrkuðum villisveppum. 
 
Setjið útflatt deigið ofan á plastfilmu. Raðið hráskinku ofan á  þunnt deigið og látið skarast, þannig að 4 sentimetra kantur sé neðst og efst á smjördeiginu. Dreifið jafnt úr sveppablöndunni yfir skinkulagið. Svo er nautalundin lögð yfir sveppina. Gott er að pensla hana með sinnepinu áður. Plastfilman hjálpar við að herða upp á  rúllunni. Þegar lundinni hefur verið rúllað upp er gott að setja rúlluna inn í meiri plastfilmu þannig að hægt sé að snúa upp á endana og tryggja að rúllan sé mjög þétt. Setjið í kæli. Hitið ofninn í 220 gráður (Æskilegt er að elda steikina á grind með smjörpappír svo deigið eldist undir líka. Svo er gott að snúa rúllunni þegar um helmingur eldunartímans er eftir). Penslið með eggi. Stráið grófu sjávarsalti yfir. Bakið þar til smjördeigið er orðið gullið að lit og kjötið hefur náð um 45 gráðu kjarnhita. Það ætti að taka 20–35 mínútur, en það er mismunandi eftir stærð. Takið úr ofninum og látið hvíla í um tíu mínútur og þá ætti kjarnhitinn að hafa náð kjörhita, sem er á bilinu 58–60 gráður. Kjötið ætti þá að vera fallega bleikt í miðjunni. 
 
Framreiðið með grænpiparsósu eða béarnaisesósu og ofnbökuðum frönskum kartöflum. Kannski smá soðnu eða ristuðu brokkolí til að fá smá vítamín með smjör- og sveppasprengjunni.
 
 
Oreo-ostakaka
Þessa ostaköku þarf ekki að baka  og hún geymist í kæli í allt að 3 daga. Því er hentugt að eiga hana þegar gesti ber að garði.
 
Fyrir Oreo-mulning:
  • 25 venjulegar Oreo-kex, mulið í fínan mulning (gott að nota matvinnsluvél)
  •     3 msk. brætt smjör
  • Fyrir ostakökuna:
  • 1 pakki rjómaostur, við stofuhita (líka gott að nota marscapone ost) 
  • 1/2 bolli flórsykur, sigtað
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 500 ml af  þeyttum rjóma (gott að bæta við vanillu eða sítrónuberki) 
  • Fersk ber að eigin vali
 
Finnið til form með lausum botn eða falleg glös.
 
Í næstu skál, hrærið saman Oreo-kexmulningi og bræddu smjöri. Setjið í botninn þunnt lag af kexmulningi. Þeytið rjómaostinn í stórri skál með rafmagnsþeytara eða hrærivél í um 2 mínútur. Bætið flórsykri smám saman við og haldið áfram að þeyta þar til blandan er slétt. Hrærið vanillu saman við. Notaðu sleikju eða spaða til að hræra þeyttum rjóma saman við.
 
Hellið blöndunni yfir Oreo-kexmulninginn og geymið í kæli í að minnsta kosti þrjár klukkustundir.
Skreytið með berjum og Oreo-kexi.
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...