Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vorannir
Á faglegum nótum 8. maí 2014

Vorannir

Höfundur: Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur

Þegar vorið tánum tyllir tindana á er sælt að búa í sveitum landsins og njóta þess að vera til. Fylgjast með landinu lifna á ný og njóta sólar og útiveru við leik og störf. En vorið er ekki bara tíminn þegar túnin grænka og sóleyjarnar spretta heldur líka tími vorverka og anna. Það þarf að gera við girðingar, plægja, tæta, slóðadraga, keyra skít og bera á bara svona til dæmis. Á sauðfjárbúum þarf sólarhringsvakt í fjárhúsin og ótal verk kalla allt frá því fyrsta lambið fæðist þar til allt er komið á fjall. Vorið er sannarlega afar krefjandi og annasamur tími í sveitum landsins.

Hvernig tekst okkur að njóta lífsins á annasömum tímum? Vera skynsöm, skipulögð, skilvirk og árangursrík í starfi og reka búið með sóma og um leið að vera lífsglöð og hamingjusöm. Að annast okkur sjálf andlega, líkamlega og félagslega og vera jafnframt glöð og gefandi á heimilinu og í okkar nánasta sambandi? Það kanna að vera hægara sagt en gert og hver og einn þarf að finna sínar leiðir til að tækla sem best tarnir og annir hvort heldur sem er vorannir eða heyskap, en hér eru nokkur góð ráð úr pokahorninu:

  • Svefn er afar mikilvægur. Hann snýst ekki aðeins um líkamlega hvíld heldur einnig andlega og um hugræna getu, möguleikann á að halda einbeitingu á annatímum, geta tekið réttar ákvarðanir og haldið starfsorku. Virtu svefntímann þinn eins og framast er unnt, þá afkastar þú meiru, átt auðveldara með að sjá lausnir í daglegum störfum og líður betur bæði andlega og líkamlega.
  • Jákvætt samstarf léttir störfin. Þegar ótal verk kalla og þeytan segir til sín falla margir í þá gryfju að verða óþolinmóðir, hvassir, neikvæði, sí kvartandi og önugir eða fáskiptnir, orðfáir og þungir. Leggið ykkur fram um að hafa góð samskipti við þá sem ganga með ykkur til verka hvort sem það er fólkið úr fjölskyldunni ykkar eða óskyldir aðilar. Það er ekki sæmandi að hunsa sitt samstarfsfólk með því að heilsa varla á vaktaskiptum eða svara út í hött eða alls ekki. Ekki heldur að finna sífellt að, öskra á þá sem gera mistök eða tala niður til fólks. Jákvæðni snýst um að þakka hverri hjálpandi hönd, hafa orð á því sem vel gengur, slá sér og sínum á brjóst yfir þessum tíu hlössum af skít sem komin eru á Grundina í stað þess að láta daginn litast af því pirringi yfir því að haugdælan stíflaðist.
  • Hlúðu að sjálfum þér og taktu ábyrgð á þér. Það er forsenda þess að þér takist að halda fullum starfskröftum, njóta lífsins og vera hæfur á heimili og í fjölskyldu á annasömum tímum. Gættu þess að borða reglulega og skynsamleg, drekka nóg, taka stuttar pásur, rétta úr þér, láta hugan reika og anda djúpt nokkrum sinnum. Taktu markvisst og meðvitað eftir því sem gengur vel, veltu þér upp úr því en ekki því sem aflaga fer. Taktu eftir fyrstu vorblómunum, fuglunum og fegurðinni sem býr dýrunum og landinu þínu. Haltu samband við vini og félaga, hringdu og spjallaðu. Ef þú ert svo lánsamur að eiga maka og fjölskyldu, ræktaðu þá nánd við þau einmitt þegar það er brjálað að gera. Eða eins og segir í dægurlagatextanum, kysstu kerlu að morgni, snerting, knús, kossar, nánd og hlýja gefur orku og ljúfara líf, líka á sauðburði.
  • Hugsaðu á hjálplegan hátt, leitastu við að hugsa í lausnum, þetta er ekki vonlaust, eða bara ein lausn til sem er of erfið. Það eru alltaf fleiri leiðir. Ekki einblína á það sem gengur ekki, víkkaður hugsunina og stækkaður sjóndeildarhringinn þá áttu auðveldara með að finna það sem hjálpar. Stundum erum við föst í gömlum siðum og venjum sem ganga ekki upp lengur, eru íþyngjandi, of tímafrek, erfið, eða ekki lengur besta lausnin. Verum opin fyrir nýjungum og öðrum siðum til að leysa vandann og létta lífið.
  • Skipulag og forgangsröðun er svo auðvitað lykill að léttari dögum og árangursríkari rekstri. Raunhæfara áætlanir, að gefa sér ákveðin tíma í verk og leitast við að láta það duga, að sætta sig við að eitthvað verður undan að láta og gleyma því að aldrei að mannauðurinn, þú og fólkið þitt er öllu öðru verðmætara. Ekki valta yfir þig og þína, til hvers er þá barist?

Það er yndisleg tilfinning að liggja flatur í króni í fjárhúsunum á bjartri vornótt og koma lífi í seinni tvílembinginn, sjá hann taka við sér og líf lifna enn á ný. Að ná loksins móður, sveittur og sár á höndum að draga svarta nautið úr skjöldóttri kvígunni og mjólka hana síðan í fyrsta sinn, júgrið jafnt, allir spenar í lagi og kálfurinn svelgir í sig broddinn. Það er ómetanlegt ævintýri að vera íslenskur bóndi sem fagnar vori, hlúið að ykkur sjálfum til að þið og ykkar fólk getið notið þess alveg í botn.
 

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.