Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Guðrún Hulda Pálsdóttir vistræktarfrumkvöðull.
Guðrún Hulda Pálsdóttir vistræktarfrumkvöðull.
Á faglegum nótum 22. maí 2014

Vistrækt - unnið með náttúrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vistrækt er heildrænt hönnunar­kerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst meðal annars matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi. Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og stöðugra samfélaga manna, plantna og dýra.
Guðrún Hulda Pálsdóttir blaðamaður stundað nám í þessum fræðum á Írlandi árið 2012. Hún að vistrækt leggi grunninn að sjálfbærum lifnaðarháttum, bæði hvað varðar ræktum og í daglegu lífi. „Lögð er áhersla á að vinna með náttúrunni og rækta það sem hentar vel á hverjum stað. Ræktunin er hönnuð með það í huga að auðvelda vinnu, hámarka nýtni orku, vatns og landslags. Auk þess er uppbygging jarðvegs höfð að leiðarljósi.”

Líkir eftir náttúrulegum vistkerfum

„Ein af megináherslum vistræktar er tengsl milli einstakra þátta og staðsetningar þeirra innan kerfis með það fyrir augum að mynda stöðugt og afkastamikið samfélag sem líkir eftir samspili og skilvirkni náttúrulegra vistkerfa.“
Guðrún Hulda segir ekkert því til fyrirstöðu að beita hugmyndum vistræktar í dreifbýli sem og þéttbýli, í bakgarðinum sem og á stóra jörð. Nýta má aðferðafræðina á fjölbreyttan hátt og á hún ekki eingöngu við garðrækt eða matvælaframleiðslu.

„Íslenska hugtakið vistrækt er tilraun til þýðingar á enska orðinu permaculture en það er samsett hugtak úr orðunum „permanent agriculture“ eða „permanent culture“. Á ensku hefur permaculture meðal annars verið skilgreind á ensku sem „cultivated ecology“. Að því leiðir samsett íslenskt hugtak vistrækt úr orðunum, vistfræði/vistkerfi og ræktun, en einnig hefur hugtakið verið þýtt sem vistmenning.“

Samplöntun

Margir hafa heillast af hugmyndum vistræktar um gróðursamval sem í garðyrkju felst í að staðsetja tegundir plantna sem þrífast vel saman hlið við hlið eða nálægt hver annarri.

„Aðferðin gerir ræktendum kleift að hámarka nýtingu á svæðum bæði hvað varðar pláss og næringarefni. Sumar plöntur eru ræktaðar með matvælauppskeru í huga en aðrar til að draga næringarefni úr og færa þau til í jarðveginum. Niturbindandi belgjurtir þjóna sem næringarforði fyrir matjurtir. Aðrar laða að gagnleg skordýr og enn aðrar hindra komu óæskilegra lífvera. Þegar plöntum eru raðað saman með hagsmuni allra í huga, geta þær myndað þetta æskilega jafnvægi,“ segir Guðrún Hulda.

Sjálfbær nýting og gömul gildi

Guðrún Hulda segir vistrækt vera lausnamiðaða ræktunaraðferð. „Hún er leið til að umgangast jörðina og auðlindir hennar á áhrifaríkan og sjálfbæran hátt.

Vistrækt tekur mið af aldar­gömlum ræktunar­aðferðum og byggir á þeirri hugmynd að aðferðir sem virka eigi að vera hafðar í heiðri. Að því leyti er vistrækt endurfundir við gamlar og gildar aðferðir.

Munurinn er sá að í dag höfum við aðgang að tækni sem forfeður okkar höfðu ekki auk gríðarlegs upplýsingaflæðis. Möguleikar sem felast í því að prófa og rannsaka hvernig náttúruleg flóra virkar, gera tilraunir með plöntur sem hafa reynst vel erlendis og deila upplýsingum eru því óþrjótandi í dag.

Mér finnst ákveðin skynsemi felast í því að styðja við þessar hugmyndir, leyfa þeim að þróast. Ég sé ekki fyrir mér hvernig samfélagið og stjórnvöld geta ekki stutt við þróun á vistræktargörðum á svipaðan hátt og gert er við rannsóknir á erfðabreyttum matvælum. Báðar aðferðir miða að því að framleiða meira af matvælum. Kosturinn við vistrækt er að hún leitast við að gera það á sjálfbæran og lífrænan hátt.“

Mótsvar við verksmiðjubúskap

„Í mínum huga er vistrækt mótsvar við einhæfum verksmiðjubúskap, sem stór hluti matvæla framleiðslu heimsins byggir á en hann er ein mest ógnin við matvælaöryggi mannkyns. Það eru til margháttaðar rannsóknir og tölfræði sem sýna þessa staðreynd og það tekur hreinlega á að skoða þær. Sem dæmi má nefna kornafbrigða fyrirtækisins Monsanto sem er með einokun á erfðabreyttum fræjum sem þola skordýraeitrið Roundup sem fyrirtækið sjálft framleiðir. Ein af afleiðing fækkunar kornafbrigða í ræktun og aukning á notkun fræja frá Monsanto er aukið magn af skordýraeitri í matvælum.“

Aðferð sem sífellt fleiri aðhyllast

Guðrún Hulda segist eygja von í vistrækt og að sífellt fleiri tileinki sér hana sem ræktunaraðferð. „Mér finnst gaman að vera hluti af landnámi vistræktar á Íslandi. Ég mér draum um landskika þar sem ég get ræktað allt mitt grænmeti sjálf og það í göngufjarlægð frá heimili mínu. Þar sem ég veit að ég er að gera sjálfri mér, fólkinu mínu og jörðinni minni til geðs en þangað til leigi ég matjurtargarða af Reykjavíkurborg. Auk þess sem ég held út vefsíðu um vistrækt www.natturan.is/vistraekt.“

4 myndir:

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...