Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðmundur Hallgrímsson í eftirlitsferð í Eyjafirði.
Guðmundur Hallgrímsson í eftirlitsferð í Eyjafirði.
Mynd / MÞÞ
Á faglegum nótum 23. nóvember 2015

Vinnuslys og forvarnir

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í þessum pistli í síðasta Bændablaði vitnaði ég til samantektar vefmiðilsins Star Tribune (www.startribune.com) um slys og forvarnir á bandarískum bændabýlum.
 
Samantektin er löng og mikil, en það sem rætt var um í síðasta blaði var bara smá hluti af greinargerðinni sem er í fjórum hlutum upp á u.þ.b. 20 blaðsíður. Fyrirsögnin var samkvæmt minni þýðingu eftirfarandi: Vinnuslysum í Ameríku fækkar alls staðar síðustu 10 ár nema á litlum fjölskyldubýlum. Landbúnaðarstörf eru að verða hættulegasta starf í USA.
 
Munurinn mikill á milli ríkja í USA
 
Munurinn á þeim 47 ríkjum í USA sem stunda landbúnað er mikill, en afgerandi er minnsta slysatíðnin í þeim þrem ríkjum þar sem stundaðar eru heimsóknir á öll býli, sama hversu fáir vinna á býlunum.
 
Lögin frá Vinnueftirliti Bandaríkjanna er að öll býli með 11 eða fleiri störf eiga að fá heimsókn, en í ríkjunum þrem sem vitnað var til í síðasta blaði, þar sem dauðsföll síðustu 10 ára eru miðað við 100.000 vinnandi í Washington = 15, Kaliforníu = 34 og Oregon =27, en þar eru öll býli heimsótt, sama hversu margir vinna þar. Árangurinn er ótvíræður og skilar mun færri slysum. 
 
Í samantektinni er einnig bent á að í Montana eru rúm 28.000 smábýli sem skapa um 95.000 störf, en þar er dánartíðnin af hverjum 100.000 vinnandi 146 síðustu 10 ár. Þrátt fyrir háa dánartíðni í Montana er örlítil fækkun banaslysa þar síðustu 10 árin, en mest er fækkun slysa á stærri býlum, en þar fækkar slysum á móti fjölgun slysa á smæstu býlunum.
 
Mest var fjölgunin á banaslysum síðustu 10 árin í Minnesota þar sem þau jukust um 32% síðustu 10 ár og alls staðar þar sem fer fjölgun slysa er það nánast undantekningarlaust sem fjölgunin er mest á smæstu býlunum. 
 
Sláandi tölur um slys íslenskra lögreglumanna, hvar eru forvarnir?
 
Í síðustu viku birti fréttavefmiðillinn visir.is ljóta samantekt vinnuslysa íslenskra lögreglumanna frá árunum 2011–2014 þar sem sagt er frá því að 398 lögreglumenn hafi slasast við störf sín á þessu tímabili. Í sömu samantekt kemur fram að í febrúar hafi verið 640 lögreglumenn við störf sem mun vera um 220 of fáir miðað við starfsskyldur þær sem lögreglan þarf að sinna. Við lestur á samantektinni segir bara eitt: Að 100 lögreglumenn séu að slasa sig árlega er á milli 15 og 20% starfandi lögreglumanna, það hljóta allir að sjá að þetta er allt of mikið vinnuálag sem leiðir til slysa sem kostar allt of mikið. 
 
Margsinnis hefur verið vitnað til skoðanakönnunar sem læknarnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn Tómasson unnu þar sem bændum var sendur spurningalisti árið 2004 og fram kom í svörum bænda að 18,3% hefðu verið frá vinnu vegna slyss árið á undan skoðanakönnuninni. Þetta voru ekki nema um 1.100 sem svöruðu, en 18,3% af 1.100 er nálægt 370. Sé þetta niðurstaðan eru þessi tvö störf, landbúnaðar- og lögreglustörf, þau hættulegustu á Íslandi. Á sama tímabili er stórlega að fækka slysum til sjós sem í ára­raðir hefur verið mannskæðasta og hættulegasta starf landsins.
 
Blásið til sóknar hjá Bændasamtökum Íslands
 
Eins og í flestum löndum þar sem landbúnaður er mikill eru vinnustaðaheimsóknir á bóndabæi að fækka slysum stórlega, en í Noregi, Írlandi og Englandi eru heimsóknir að skila virkilega góðum árangri rétt eins og í ríkjunum þrem í USA sem nefnd eru hér að ofan. 
 
Margoft hefur verið bent á að hver króna sem sett er í forvarnir skili sér allt að tífalt. Undanfarið hefur Guðmundur Hallgrímsson verið að heimsækja bændur og benda á úrbætur þar sem töluverð vakning er hjá bændum að bæta ásýnd sína, heilsu og koma í veg fyrir slys. Í stuttu símaspjalli við Guðmund sagði hann verkefnið lofa góðu, en það er ýmislegt að. Aðspurður hvað væri helst að var svarið, eins og við mátti búast, drifsköftin, en í öðru sæti væri oftast loftræsting útihúsa.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...