Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Grímsey.
Grímsey.
Mynd / Auðunn Níelssson
Fréttir 31. mars 2021

Vindmyllur og sólarorkuver leysa olíu af hólmi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Stór skref verða á næstu mánuðum stigin varðand orkuskipti í Grímsey en fyrirhugað er að setja þar upp vindmyllur og sólarorkuver. Fallorka annast verk­efnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði.

Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, segir Grímsey ekki tengda við raforkukerfi landsins og þar sé heldur ekki heitt vatn frá náttúrunnar hendi. Því hafi húshitun og raforkuframleiðsla í eynni að mestu byggst á því að brenna olíu. Nú sjái menn tækifæri til að breyta því, „og þá getur Grímsey vonandi í náinni framtíð orðið að fyrirmynd að vistrænu samfélagi við krefjandi aðstæður á norðurslóðum,“ segir hann og bætir við að mikill áhugi sé fyrir þeirri hugmyndafræði, m.a. í Bandaríkjunum.

Orkuframleiðsla og notkun í Grímsey byggist á ósjálfbæru jarðefnaeldsneyti og er heildarnotkun um 400 þúsund lítrar á ári, enda olían bæði notuð til raforkuframleiðslu og húshitunar. Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey nemi um1.000 CO₂ á ári. Þar við bætist eldsneytisnotkun fyrirtækja og fiskibáta.

Bæði íslenska ríkið og Akur­eyrarbær hafa sett sér metnaðarfull áform um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og í nýrri orkustefnu landsins er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Orkuskipti í Grímsey eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að ná þessum markmiðum, segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

LED-væðing og nýorkuver

Ýmislegt hefur nú þegar verið gert í Grímsey til að draga úr orkunotkun og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis. Má nefna stuðning við heimili til að bæta einangrun í þaki og gluggum sem dregur úr upphitunarþörf. Auk þess hefur lýsingu í ljósastaurum verið skipt út fyrir LED sem skilar bæði betri lýsingu og miklum orkusparnaði. Einn liður í þeirri aðgerðaáætlun sem nú liggur fyrir er áframhaldandi LED-væðing og mun Orkusetur bjóða heimilum upp á slíkar perur til uppsetningar.

Samið við skorska framleiðendur

Stefnt er að uppsetningu á tveimur vindmyllum sem samtals framleiða um 30.000 kWst á ári. Samið hefur verið við skoska framleiðendur sem framleiða smáar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar.

Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 tonn á ári. Ef reynslan af þessum nýju kerfum verður góð er markmiðið að auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð. Unnið er að undirbúningi og ef allt gengur samkvæmt áætlun gætu framkvæmdir í Grímsey hafist í byrjun sumars.

Stofnkostnaður um 20 milljónir

Stofnkostnaður við verkefnið nemur um 20 milljónum króna að sögn Andra. Þegar tekið er tillit til þess að styrkir fáist upp í hluta verkefnisins verði það fjárhagslega sjálfbært. „Þær tekjur sem vindorkan og sólarorkan skapa eru nægilegar til að standa undir stofn- og rekstrarkostnaði búnaðarins,“ segir hann. „Þessi orka er þá jafnframt kostnaðarlega samkeppnishæf við það að brenna olíu í Grímsey til raforkuframleiðslu, sem er vissulega áhugavert.“

Andri kveðst vona að fyrsti áfangi verkefnisins komist í gagnið fyrir haustið og ef vel tekst til þá er hægt að bæta við framleiðslueiningum og minnka olíunotkun enn frekar, segir hann.

Félögin sem standa að verkefninu eru Fallorka, Vistorka og Orkusetur. Fallorka starfrækir fjórar vatnsaflsvirkjanir við Eyjafjörð og selur raforku um allt land. Félagið er í eigu Norðurorku sem aftur er í eigu Akureyrarbæjar og fimm nágrannasveitarfélaga. Vistorka er verkefnastofa á sviði umhverfis- og loftslagsmála og er í eigu Norðurorku. Orkusetur er stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Orkusetur er sjálfstætt starfandi eining.

Skylt efni: Vindmyllur | sólarorkuver | Gímsey

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...