Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þetta dekk undan fjölskyldubíl var komið með sprungið á dekkjaverkstæði í vesturbæ Reykjavíkur fyrir nokkru og í fúlustu alvöru beðið um að gert yrði við það.
Þetta dekk undan fjölskyldubíl var komið með sprungið á dekkjaverkstæði í vesturbæ Reykjavíkur fyrir nokkru og í fúlustu alvöru beðið um að gert yrði við það.
Fræðsluhornið 17. október 2014

Vetrardekk

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Ég hef oftar en einu sinni sagt að sá sem er vanbúinn til aksturs í snjó og hálku og biður um aðstoð eigi bara að fá eina tegund af aðstoð.

Sá sem er vanbúinn til vetraraksturs á að fá hjálp til að komast út fyrir veg svo að viðkomandi sé ekki hættulegur og til trafala fyrir aðra ökumenn.

Ný reglugerð um mynstursdýpt dekkja tekur gildi 1. nóvember

Þeim „skussum“ sem ekki eru rétt búnir til vetraraksturs ætti að fækka næsta vetur. Breytt lágmarks mynstursdýpt hjólbarða samkvæmt nýrri reglugerð er 3,0 mm að lágmarki, (mynstursdýpt yfir vetrartímann 1. nóvember–14. apríl) og 1,6 mm lágmarks mynstursdýpt yfir sumartímann (15. apríl–31. október.). Miðað við lestur minn af vefsíðum tryggingarfélaganna mega menn búast við að tryggingarfélögin taki þessa reglugerð alvarlega og mælist dekkjamynstursdýpt of lítil er hætt við að menn séu í slæmum málum.

Auðvelt að mæla mynstursdýpt

Mjög auðvelt er að fylgjast með munstursdýpt með því að mæla dekkin reglulega og sem dæmi þá er gott að nota einnar krónu pening til mælinga. Á landvættarhliðinni er innri hringur á peningnum þar sem myndin af landvættinum byrjar og út á brún peningsins eru 4 mm. Allir hjólbarðar eiga að vera með merki sem kallast slitmerki og þaðan á að mæla mynstursdýpt hjólbarða. Einstaka dekk eru auðveldari að lesa en önnur og má þar nefna Nokian-dekk, en þau hafa þá sérstöðu að á þeim er dekkjaslitmerking sem sýnir mynstursdýptina hverju sinni. Mikilvægt er að fylgjast vel með mynstursdýpt dekkjanna til að tryggja akstursöryggi við krefjandi aðstæður.

Góð dekkjaslitmerking Nokian-vetrardekkja

Skalinn á dekkjaslitmerkingunni byrjar í 8 sem þýðir að dekkið er með meira en 8 mm mynstursdýpt. Með aukinni notkun eykst slit dekksins og fyrst hverfur talan 8 og hæsta talan er þá 6. Það þýðir að mynstursdýptin er þá meiri en 6 mm en minni en 8 mm. Því næst hverfur talan 6 og eftir stendur talan 4. Það merkir að mynstursdýptin er meiri en 4 mm en minni en 6 mm. Þegar talan 4 og snjókorna-táknið hverfur (það gerist samhliða) mælir Nokian með að endurnýja dekkið til að tryggja viðunandi öryggi. Fróðleikur í þessum pistli var m.a. fenginn á vefsíðunum: www.sjova.is, www.fib.is og www.max1.is.
 

2 myndir:

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...