Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar
Á faglegum nótum 27. febrúar 2018

Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Versatile er upphaf­lega kanadískt fyrir­tæki en er í dag í eigu Rússa og framleiðir land­búnaðartæki og vélar af ýmsum gerðum, til dæmis jarðbora, þreskivélar og ekki síst dráttarvélar.

Árið 1946 tóku Kanadamennirnir og mágarnir Peter Pakosh og Roy Robinson sig saman og settu á stofn fyrirtæki í kjallaranum á heimili Pakosh í Wineppeg. Fyrirtækið kölluðu þeir The Hydraulic Engineering Company.

Pakosh var á þeim tíma verkfærahönnuður hjá Massey-Harris en hafði verið hafnað þegar hann sótti um flutning yfir á framleiðslusvið MH. Fyrsta tækið sem nýja fyrirtækið setti á markað var kornsnigill sem flutti korn af bílum eða vögnum í síló. Salan gekk vel og í kjölfarið fylgdi ávinnsluherfi og síðan úðadælur. Árið 1963 var nafni fyrirtækisins breytt í Versatile Manufacturing Ltd. Þremur árum síðar setti það fyrstu dráttarvélina á markað.

Dráttarvélaframleiðslan kemst á skrið

Fyrsta dráttarvél Versatile kom á markað á því herrans ári 1966. Traktorinn var fjórhjóladrifinn, 100 hestöfl og með sex strokka Ford mótor og kallaðist Versatile D-100. Skömmu síðar sendi fyrirtækið frá sér Versatile G-100 sem einnig var 100 hestöfl en með V8 mótor frá Chrysler. Báðar vélar voru með þrjá gíra áfram og einn afturábak og kostuðu um 10.000 Bandaríkjadali á þávirði.

Þrátt fyrir að verðið þætti sanngjarnt voru einungis 100 dráttarvélar af gerðinni D-100 og 25 af gerðinni G-100 framleiddar.

Fyrirtækið var þó ekki af baki dottið og á næstu tveimur árum send það frá sér nokkrar mismunandi týpur. Fyrst kom Versatile D-118 og í kjölfarið Versatile 125 og 145. Því næst sjálfknúin þreskivél Versatile SP430 og önnur dráttarvéladregin SP400, auk þess sem fyrirtækið hóf framleiðslu á sláttuvélum árið 1968.

Á sjöunda áratug síðustu aldar setti fyrirtæki á markað nokkra týpur af stórum og kraftmiklum dráttarvélum. Versatile 700, 800, 850 og 900 sem voru á bilinu 220 til 300 hestöfl. Uppfærslur á þessum týpum kölluðust Versatile 750, 825 og 950.

Versatile á stærstu dráttarvél síns tíma á sjöunda áratugnum. Traktorinn sem var átta hjóla tröll sem vó 26 tonn og kallaðist Versatile 1080, eða Big Roy, og var 600 hestöfl. Hann fór aldrei í framleiðslu.

Tíð eigendaskipti

Árið 1977 keypti Cornat Industries ráðandi hlut í Versatile Manufacturing Ltd en seldi hann tíu árum seinni til Ford New Holland sem var að stórum hluta í eigu Fiat og var nafni Vesatile dráttarvélanna breytt í New Holland. Aldamótaárið 2000 Keypti Buhler Industries Versatile af Fiat þegar Fiat og Case IH runnu saman. Eftir að Versatile komast í eigu Buhler voru dráttarvélar frá því fyrirtæki markaðssettar sem Buhler Versatile.

Árið 2007 eignaðist rússneski véla­framleiðandinn RostSelMash 80% hlut í Buhler Industries og sleppti Buhler-hlutanum úr heitinu Buhler Versatile og markaðssetur í dag dráttarvélar undir heitinu Versatile.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...