Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar
Fræðsluhornið 27. febrúar 2018

Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Versatile er upphaf­lega kanadískt fyrir­tæki en er í dag í eigu Rússa og framleiðir land­búnaðartæki og vélar af ýmsum gerðum, til dæmis jarðbora, þreskivélar og ekki síst dráttarvélar.

Árið 1946 tóku Kanadamennirnir og mágarnir Peter Pakosh og Roy Robinson sig saman og settu á stofn fyrirtæki í kjallaranum á heimili Pakosh í Wineppeg. Fyrirtækið kölluðu þeir The Hydraulic Engineering Company.

Pakosh var á þeim tíma verkfærahönnuður hjá Massey-Harris en hafði verið hafnað þegar hann sótti um flutning yfir á framleiðslusvið MH. Fyrsta tækið sem nýja fyrirtækið setti á markað var kornsnigill sem flutti korn af bílum eða vögnum í síló. Salan gekk vel og í kjölfarið fylgdi ávinnsluherfi og síðan úðadælur. Árið 1963 var nafni fyrirtækisins breytt í Versatile Manufacturing Ltd. Þremur árum síðar setti það fyrstu dráttarvélina á markað.

Dráttarvélaframleiðslan kemst á skrið

Fyrsta dráttarvél Versatile kom á markað á því herrans ári 1966. Traktorinn var fjórhjóladrifinn, 100 hestöfl og með sex strokka Ford mótor og kallaðist Versatile D-100. Skömmu síðar sendi fyrirtækið frá sér Versatile G-100 sem einnig var 100 hestöfl en með V8 mótor frá Chrysler. Báðar vélar voru með þrjá gíra áfram og einn afturábak og kostuðu um 10.000 Bandaríkjadali á þávirði.

Þrátt fyrir að verðið þætti sanngjarnt voru einungis 100 dráttarvélar af gerðinni D-100 og 25 af gerðinni G-100 framleiddar.

Fyrirtækið var þó ekki af baki dottið og á næstu tveimur árum send það frá sér nokkrar mismunandi týpur. Fyrst kom Versatile D-118 og í kjölfarið Versatile 125 og 145. Því næst sjálfknúin þreskivél Versatile SP430 og önnur dráttarvéladregin SP400, auk þess sem fyrirtækið hóf framleiðslu á sláttuvélum árið 1968.

Á sjöunda áratug síðustu aldar setti fyrirtæki á markað nokkra týpur af stórum og kraftmiklum dráttarvélum. Versatile 700, 800, 850 og 900 sem voru á bilinu 220 til 300 hestöfl. Uppfærslur á þessum týpum kölluðust Versatile 750, 825 og 950.

Versatile á stærstu dráttarvél síns tíma á sjöunda áratugnum. Traktorinn sem var átta hjóla tröll sem vó 26 tonn og kallaðist Versatile 1080, eða Big Roy, og var 600 hestöfl. Hann fór aldrei í framleiðslu.

Tíð eigendaskipti

Árið 1977 keypti Cornat Industries ráðandi hlut í Versatile Manufacturing Ltd en seldi hann tíu árum seinni til Ford New Holland sem var að stórum hluta í eigu Fiat og var nafni Vesatile dráttarvélanna breytt í New Holland. Aldamótaárið 2000 Keypti Buhler Industries Versatile af Fiat þegar Fiat og Case IH runnu saman. Eftir að Versatile komast í eigu Buhler voru dráttarvélar frá því fyrirtæki markaðssettar sem Buhler Versatile.

Árið 2007 eignaðist rússneski véla­framleiðandinn RostSelMash 80% hlut í Buhler Industries og sleppti Buhler-hlutanum úr heitinu Buhler Versatile og markaðssetur í dag dráttarvélar undir heitinu Versatile.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...