Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verðmæti grisjunarviðar gæti numið um 3,8 milljörðum
Gamalt og gott 4. apríl 2018

Verðmæti grisjunarviðar gæti numið um 3,8 milljörðum

Höfundur: smh

Árið er 2013 og á forsíðu Bændablaðsins þann 11. apríl er greint frá verkefninu Íslensk skógrækt (Ísú) sem Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá hafði með höndum, en þar kom fram hægt yrði að grisja allt að 290 þúsund rúmmetra af trjáviði á næstu 5-10 árum. 

Lauslega var áætlað að verðmæti þessa grisjunarviðar myndi verða 3,8 milljarðar króna, sem myndi leggjast við aðra atvinnuskapandi og gjaldeyrissparandi verðmætaframleiðslu á Íslandi til ársins 2023.

Í fréttinni er sagt frá því að gleðilegu tíðindin í þessu séu þau að eftirspurn eftir trjáviði sé margfalt meiri en framboðið var fyrir fimm árum. Í verkefninu hefur Rannsóknarstöð skógræktar staðið fyrir úttekt á ræktuðum skógum á Íslandi með það að meginmarkmiði að reikna út kolefnisbúskap þeirra. 

„Það er mikilvægur hluti í bókhaldi gróðurhúsaloftegunda á Íslandi sem yfirvöld hafa skuldbundið sig til að gera með undirritun Kyotobókunarinnar. Þau gögn sem safnast við þessa úttekt er hægt að nýta til að gefa upplýsingar um margt annað í fari ræktaðra skóga á Íslandi en kolefnisbúskap. Þetta eru upplýsingar sem lýsa stærð og ástandi skóga í þátíð og nútíð og eru líka forsenda fyrir spá fyrir um framtíð skóganna.

Þannig er m.a. hægt, með nokkurri nákvæmni, að áætla flatarmál og til gamans fjölda trjáa í ræktuðum skógum. Yfir 6 milljónir plantna gróðursettar 2007 en aðeins 3,5 milljónir á síðasta ári Skipulög skógrækt hófst hér á landi árið 1899 en fyrstu áratugina var ræktun nýrra skóga með gróðursetningu trjáplantna afar takmörkuð. Þegar mest var, árið 2007, voru gróðursettar yfir 6 milljónir plantna. Afköst hafa hins vegar dregist verulega saman undanfarin ár vegna niðurskurðar á fjárlögum og stefnir nú allt í að árleg gróðursetning á þessu ári verði einungis um 3,5 milljónir plantna. 56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár Í skógunum sem ræktaðir hafa verið síðastliðin 114 ár standa nú um 56 milljónir gróðursettra trjáa á 37.900 ha lands. Að auki er að finna í þessum skógum um 12 milljónir af sjálfsáðum trjáplöntum, aðallega íslenskt 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...