Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!
Mynd / HKr.
Skoðun 1. september 2016

Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!

Höfundur: Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Nú er svo komið að sláturleyfishafar hafa enn ekki gefið út verð til bænda um haustslátrun 2016. Því skyldi það vera?
 
Það kemur fram í tilkynningu LS að algengt verð til framleiðenda sé 25–41% af endanlegu útsöluverði. Merkilegt nokk! Þarna er skiptingin af mismuninum 59–65%.
 
Sláturleyfishafi-Kjötvinnsla í flestum tilvikum sá sami.
 
Tökum dæmi af fyrirtæki sem framleiðir glugga í hús. Þar væri endanlegt söluverð til kaupenda 100.000 kr. Framleiðandi fengi 25–59% og milliliðir hirtu rest. Hvað er sanngjarnt við þetta?
 
Það hefur ekki verið nein samkeppni á milli sláturleyfishafa, sláturleyfishafar hafa borgað sama verð. Er verð til bænda samráð á milli sláturleyfishafa?
 
Steinþór Auðunn Ólafsson.
Í drögum að nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir 900 milljónum til markaðsstarfa. Engin trygging er fyrir því að ef árangur næst úr því starfi að hann skili sér til bænda. Þar eru slátur­leyfishafar einráðir í því hvað þeir borga fyrir lambakjöt og er allt í þeirra hendi.
 
Ég vitna í grein í Bændablaðinu, 15.tbl. 2016, þar sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, segir  „samningsstaða bænda er engin í þessu máli“.
 
Ég tel ekki svo vera og hvet bændur til að setja ekki sláturlömb á sláturbíl fyrr en samið hefur verið við bændur um viðunandi verð. 
 
Þetta virkar ekki nema sauðfjárbændur standi saman sem einn maður! 
 
Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...