Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!
Mynd / HKr.
Skoðun 1. september 2016

Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!

Höfundur: Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Nú er svo komið að sláturleyfishafar hafa enn ekki gefið út verð til bænda um haustslátrun 2016. Því skyldi það vera?
 
Það kemur fram í tilkynningu LS að algengt verð til framleiðenda sé 25–41% af endanlegu útsöluverði. Merkilegt nokk! Þarna er skiptingin af mismuninum 59–65%.
 
Sláturleyfishafi-Kjötvinnsla í flestum tilvikum sá sami.
 
Tökum dæmi af fyrirtæki sem framleiðir glugga í hús. Þar væri endanlegt söluverð til kaupenda 100.000 kr. Framleiðandi fengi 25–59% og milliliðir hirtu rest. Hvað er sanngjarnt við þetta?
 
Það hefur ekki verið nein samkeppni á milli sláturleyfishafa, sláturleyfishafar hafa borgað sama verð. Er verð til bænda samráð á milli sláturleyfishafa?
 
Steinþór Auðunn Ólafsson.
Í drögum að nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir 900 milljónum til markaðsstarfa. Engin trygging er fyrir því að ef árangur næst úr því starfi að hann skili sér til bænda. Þar eru slátur­leyfishafar einráðir í því hvað þeir borga fyrir lambakjöt og er allt í þeirra hendi.
 
Ég vitna í grein í Bændablaðinu, 15.tbl. 2016, þar sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, segir  „samningsstaða bænda er engin í þessu máli“.
 
Ég tel ekki svo vera og hvet bændur til að setja ekki sláturlömb á sláturbíl fyrr en samið hefur verið við bændur um viðunandi verð. 
 
Þetta virkar ekki nema sauðfjárbændur standi saman sem einn maður! 
 
Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...