Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi.
Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi.
Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og starf 28. september 2021

Vel heppnaður réttardagur í blíðskaparveðri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Réttarstörfin gengu alveg ljómandi vel,“ segir Böðvar Baldursson, bóndi í Ysta Hvammi í Aðaldal eftir velheppnaðan réttardag.

Féð var um 5.000 talsins, litlu færra en í fyrra því eitthvað var um að bændur væru með fé heima. Í Hraunsrétt koma saman bændur í Aðaldal og yfirleitt hefur mikið fjölmenni safnast saman í þessa fornfrægu og fögru rétt. Böðvar segir að nú hafi fólk ekki í sama mæli og oft áður verið hvatt til að koma og fylgjast með enda reglur í gildi um fjölda þeirra sem saman mega koma.
„Það eru alltaf einhverjir gestir að fylgjast með en ekki sami fjöldinn og oft áður,“ segir hann.

Veðrið lék við bændur og búalið þegar réttað var og segir Böðvar að allir hafi notið dagsins. Smalamennska gekk vel í góða veðrinu og helst hefðu kindur viljað vera lengur á fjalli segir hann að gróður þar sé enn mikill og góður miðað við árstíma.

„Mér sýnist fé koma vænt af fjalli, yfir meðallagi gott,“ segir hann. 

Guðmundur Bjarnason og Jón Bergmann Gunnarsson á Húsavík.

Feðgarnir Guðbergur, Ægir Eiríksson og Björn Grétar.

Sædís Rán Ægisdóttir og Berta María Björnsdóttir frá Húsavík tóku þátt í réttunum.

Fólk á öllum aldri komu í réttina.

Skylt efni: réttir | Hraunsrétt

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...