Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016
Mynd / garn.is
Hannyrðahornið 14. mars 2016

Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016

Höfundur: Guðrún María /garn.is
Hugmyndin að þessu skemmtilega teppi vaknaði þegar ég var að vafra um internetið og sá svona hekluð teppi. Við mæðgur í Handverkskúnst ákváðum að slá til og gera veðráttuteppi. Við stofnuðum hóp á Facebook sem heitir Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016 og erum við nú um 1.100 meðlimir sem erum að prjóna eða hekla teppi.
 
Leikurinn gengur út á að taka hitastig á þeim stað sem þú ert staðsettur, alltaf á sama tíma dagsins í 1 ár, og prjóna eða hekla eina umferð í þeim lit sem við á. Hópurinn er mjög  virkur og svakalega gaman að fylgjast með öllum fallegu teppunum og sjá mismun þeirra eftir staðsetningu viðkomandi.
 
Zikk zakk garðaprjónsteppi 
Stærð u.þ.b.: 1,20X2 metrar
Garn: Kartopu Basak (sjá útsölustaði í auglýsingu hér til hliðar)
Prjónastærð: Hringprjónn 80-100 sm, nr 4,5-5mm
Fitjið upp 289 lykkjur og prjónið garðaprjón þannig:
Umferð 1 (réttan): Takið 1 lykkju óprjónaða,*sláið uppá prjóninn, prjónið 16 lykkjur slétt, takið 2 lykkjur saman óprjónaðar (eins og prjóna eigi þær slétt saman) prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum yfir, prjónið 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt* Endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt
Umferð 2 (rangan): Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 17 lykkjur *prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 35 lykkjur slétt *endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 1 lykkja brugðin, 18 lykkjur slétt.
Umferðir 1 og 2 mynda einn garð í teppið.
Ég prjóna 1 garð á dag og verður teppið mitt þá um 2 metrar að lengd. Ég bætti því við að prjóna með glimmer (nota Kar-Sim garn) sitt hvoru megin við afmælisdaga fjölskyldumeðlima. Hlakka til að sjá ykkur með í verkefninu.
 
Prjónakveðja
Guðrún María www.garn.is

50 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...