Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016
Mynd / garn.is
Hannyrðahornið 14. mars 2016

Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016

Höfundur: Guðrún María /garn.is
Hugmyndin að þessu skemmtilega teppi vaknaði þegar ég var að vafra um internetið og sá svona hekluð teppi. Við mæðgur í Handverkskúnst ákváðum að slá til og gera veðráttuteppi. Við stofnuðum hóp á Facebook sem heitir Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016 og erum við nú um 1.100 meðlimir sem erum að prjóna eða hekla teppi.
 
Leikurinn gengur út á að taka hitastig á þeim stað sem þú ert staðsettur, alltaf á sama tíma dagsins í 1 ár, og prjóna eða hekla eina umferð í þeim lit sem við á. Hópurinn er mjög  virkur og svakalega gaman að fylgjast með öllum fallegu teppunum og sjá mismun þeirra eftir staðsetningu viðkomandi.
 
Zikk zakk garðaprjónsteppi 
Stærð u.þ.b.: 1,20X2 metrar
Garn: Kartopu Basak (sjá útsölustaði í auglýsingu hér til hliðar)
Prjónastærð: Hringprjónn 80-100 sm, nr 4,5-5mm
Fitjið upp 289 lykkjur og prjónið garðaprjón þannig:
Umferð 1 (réttan): Takið 1 lykkju óprjónaða,*sláið uppá prjóninn, prjónið 16 lykkjur slétt, takið 2 lykkjur saman óprjónaðar (eins og prjóna eigi þær slétt saman) prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum yfir, prjónið 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt* Endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt
Umferð 2 (rangan): Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 17 lykkjur *prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 35 lykkjur slétt *endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 1 lykkja brugðin, 18 lykkjur slétt.
Umferðir 1 og 2 mynda einn garð í teppið.
Ég prjóna 1 garð á dag og verður teppið mitt þá um 2 metrar að lengd. Ég bætti því við að prjóna með glimmer (nota Kar-Sim garn) sitt hvoru megin við afmælisdaga fjölskyldumeðlima. Hlakka til að sjá ykkur með í verkefninu.
 
Prjónakveðja
Guðrún María www.garn.is

50 myndir:

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...