Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016
Mynd / garn.is
Hannyrðahornið 14. mars 2016

Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016

Höfundur: Guðrún María /garn.is
Hugmyndin að þessu skemmtilega teppi vaknaði þegar ég var að vafra um internetið og sá svona hekluð teppi. Við mæðgur í Handverkskúnst ákváðum að slá til og gera veðráttuteppi. Við stofnuðum hóp á Facebook sem heitir Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016 og erum við nú um 1.100 meðlimir sem erum að prjóna eða hekla teppi.
 
Leikurinn gengur út á að taka hitastig á þeim stað sem þú ert staðsettur, alltaf á sama tíma dagsins í 1 ár, og prjóna eða hekla eina umferð í þeim lit sem við á. Hópurinn er mjög  virkur og svakalega gaman að fylgjast með öllum fallegu teppunum og sjá mismun þeirra eftir staðsetningu viðkomandi.
 
Zikk zakk garðaprjónsteppi 
Stærð u.þ.b.: 1,20X2 metrar
Garn: Kartopu Basak (sjá útsölustaði í auglýsingu hér til hliðar)
Prjónastærð: Hringprjónn 80-100 sm, nr 4,5-5mm
Fitjið upp 289 lykkjur og prjónið garðaprjón þannig:
Umferð 1 (réttan): Takið 1 lykkju óprjónaða,*sláið uppá prjóninn, prjónið 16 lykkjur slétt, takið 2 lykkjur saman óprjónaðar (eins og prjóna eigi þær slétt saman) prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum yfir, prjónið 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt* Endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt
Umferð 2 (rangan): Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 17 lykkjur *prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 35 lykkjur slétt *endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 1 lykkja brugðin, 18 lykkjur slétt.
Umferðir 1 og 2 mynda einn garð í teppið.
Ég prjóna 1 garð á dag og verður teppið mitt þá um 2 metrar að lengd. Ég bætti því við að prjóna með glimmer (nota Kar-Sim garn) sitt hvoru megin við afmælisdaga fjölskyldumeðlima. Hlakka til að sjá ykkur með í verkefninu.
 
Prjónakveðja
Guðrún María www.garn.is

50 myndir:

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi