Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016
Mynd / garn.is
Hannyrðahornið 14. mars 2016

Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016

Höfundur: Guðrún María /garn.is
Hugmyndin að þessu skemmtilega teppi vaknaði þegar ég var að vafra um internetið og sá svona hekluð teppi. Við mæðgur í Handverkskúnst ákváðum að slá til og gera veðráttuteppi. Við stofnuðum hóp á Facebook sem heitir Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016 og erum við nú um 1.100 meðlimir sem erum að prjóna eða hekla teppi.
 
Leikurinn gengur út á að taka hitastig á þeim stað sem þú ert staðsettur, alltaf á sama tíma dagsins í 1 ár, og prjóna eða hekla eina umferð í þeim lit sem við á. Hópurinn er mjög  virkur og svakalega gaman að fylgjast með öllum fallegu teppunum og sjá mismun þeirra eftir staðsetningu viðkomandi.
 
Zikk zakk garðaprjónsteppi 
Stærð u.þ.b.: 1,20X2 metrar
Garn: Kartopu Basak (sjá útsölustaði í auglýsingu hér til hliðar)
Prjónastærð: Hringprjónn 80-100 sm, nr 4,5-5mm
Fitjið upp 289 lykkjur og prjónið garðaprjón þannig:
Umferð 1 (réttan): Takið 1 lykkju óprjónaða,*sláið uppá prjóninn, prjónið 16 lykkjur slétt, takið 2 lykkjur saman óprjónaðar (eins og prjóna eigi þær slétt saman) prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum yfir, prjónið 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt* Endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt
Umferð 2 (rangan): Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 17 lykkjur *prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 35 lykkjur slétt *endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 1 lykkja brugðin, 18 lykkjur slétt.
Umferðir 1 og 2 mynda einn garð í teppið.
Ég prjóna 1 garð á dag og verður teppið mitt þá um 2 metrar að lengd. Ég bætti því við að prjóna með glimmer (nota Kar-Sim garn) sitt hvoru megin við afmælisdaga fjölskyldumeðlima. Hlakka til að sjá ykkur með í verkefninu.
 
Prjónakveðja
Guðrún María www.garn.is

50 myndir:

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...