Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Ingi Friðleifsson á degi landbúnaðarins.
Sigurður Ingi Friðleifsson á degi landbúnaðarins.
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköpunar Orkustofnunar, flutti erindi á málþinginu Græn framtíð á degi landbúnaðarins 14. október.

Þar fléttaði hann saman umfjöllun um hugtökin fæðuöryggi og orkuöryggi. Hann sagði fæðuöryggishugtakið mjög mikilvægt, en það mætti ekki gleyma orkuörygginu sem væri ekki síður mikilvægt. Þannig kæmist þjóðin nú alveg sæmilega af í einhvern tíma ef matvælainnflutningur hætti algerlega, en ef olíuinnflutningur stöðvaðist þá myndi landið lamast á mánuði.

Vannýttir innlendir orkuframleiðslumöguleikar

Að sögn Sigurðar hefur sú hugsun verið fjarri flestum að mögulega geti orðið orkuskortur á Íslandi, en nú hafi að undanförnu komið upp aðstæður sem fái fólk til að hugsa um mögulegar sviðsmyndir ef olía hættir að berast til landsins. Þá þurfi að gefa öðrum möguleikum innlendum gaum, til orkuframleiðslu.

Þar beinir Sigurður einkum sjónum að möguleikum til sveita, meðal annars að notkun á varmadælum sem geti leitt til mikils sparnaðar á rafnotkun á þeim svæðum þar sem raforka er notuð til húshitunar. Þetta sé alvöru leið og skjótvirk sem sé vannýtt á köldum svæðum. Með slíkri nálgun sé hægt að ná í orku sem myndi fullnægja orkuþörf tugþúsunda rafbíla, sem við þurfum einmitt núna á að halda í orkuskiptunum. Slíkt fyrirkomulag feli einnig í sér lægri rekstrarkostnað fyrir íbúa.

Skilvirkari stuðningur við bændur

Þá hafi stjórnvöld nýverið breytt kerfinu á þann veg að mun skilvirkara er núna fyrir bændur á köldum svæðum að fá stuðning frá ríkinu til að taka varmadælur í gagnið á sínum bæjum.

Sigurður sagði að varmadæluleiðin væri nú orðin mjög áhugaverður kostur til raforkuframleiðslu í dreifbýli – sérstaklega fyrir ferðaþjónustubændur á köldum svæðum. Þetta væri raunveruleg raforkuframleiðsla þar sem margt smátt gerði eitt stórt.

Hann sagði að orkuskiptin laumuðu sér hægt og bítandi inn í landbúnaðinn. Innlend matvælaframleiðsla á innlendri orku væri auðvitað lokamarkmiðið, en vinna þyrfti hratt og örugglega að því marki.

Skylt efni: orkumál | orkuskipti

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...