Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fiskurinn er um 400 grömm þegar hann er fluttur í útiker og 600 til 1.500 grömm þegar honum er slátrað.
Fiskurinn er um 400 grömm þegar hann er fluttur í útiker og 600 til 1.500 grömm þegar honum er slátrað.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Líf&Starf 15. ágúst 2014

Vætutíð er okkur hagkvæm

Höfundur: Vilmundur Hansen
Á hlaðinu við húsnæði Fjallableikju eru átta 120 rúmmetra eldisker sem hvert um sig getur tekið 10 til 15 þúsund fullvaxnar bleikjur og leyfi fyrir tólf kerum til viðbótar. Fjögur af þessum átta kerum eru í notkun.
 
Ýtrasta hreinlætis er gætt áður en farið er inn í klakhúsið hjá Fjallableikju, enda er stöðin sjúkdómalaus. Gestir og starfsfólk þvo á sér hendurnar, fara í sérstaka skó og hlífðarslopp. Tveir startseiðasalir eru í stöðinni en aðeins annar er í notkun. Hvor um sig er um 500 fermetrar og í eldissölunum eru 100 þriggja rúmmetra eldisker ásamt klakrennum. Aðeins annar salurinn er í notkun en hinn er notaður sem geymsla. Áframeldissalurinn er um 1.500 fermetrar og í honum eru 36 tuttugu fermetra eldisker.

Lágt birtustig allan sólarhringinn

Halldór segir hrognin koma frá Hólum í janúar eða febrúar á þroskastigi sem kallist augnhrogn. „Hrognin klekjast sem kviðpokaseiði í mars, en einum til tveimur mánuði síðar förum við að gefa þeim fóður reglulega.

Fyrstu vikurnar eru seiðin alin í hrognabökkum sem vatn rennur í gegnum. Kviðpokaseiðin eru ljósfælin og því er höfð plata yfir bökkunum og þau alin í myrkri. Annars erum við með lágt birtustig í eldishúsinu allan sólarhringinn vegna þess að það fælir fiskinn að vera sífellt að slökkva og kveikja ljósin. Ef rafmagnið fer tekur við varabatterí í ljósunum sem halda 20% af vanalegu birtustigi.

Til að framleiða 100 tonn af matbleikju þarf um 120 tonn af fóðri, eða 1,2 kíló af fóðri á móti hverju kílói af fiski. Af því er tæpur helmingur fiskimjöl og svo jurtaolía og maís. Grófleiki fóðursins er frá örfínu ryki startseiðafóðursins, um 1,6 millimetrar og upp í 6 millimetra fóður fyrir matfiskinn.

Seiði sem við ölum áfram í matfisk eru á bilinu 10 til 20 grömm að þyngd þegar við flytjum þau í eldissalinn.“

Slátra einu sinni til þrisvar í viku

Guðmundur segir að þeir slátri einu til einu og hálfu tonni af bleikju tvisvar til þrisvar í viku. „Hér eru tveir starfsmenn sem sinna daglegum störfum í stöðinni en svo bætast tveir við, eigendurnir, þegar er verið að flokka eða slátra. Það má því segja að hér séu tveir fastir starfsmenn og tveir lausamenn.

Fiskurinn er um 400 grömm þegar við flytjum hann í útiker og 600 til 1.500 grömm þegar honum er slátrað og hefur þá verið í eldi í eitt og hálft til tvö ár.“

Mikið vatn í rigningartíð

Guðmundur segir að þrátt fyrir að hafa góðan aðgang að vatni hafi þeir gert tilraunir með endurnýtingu í einu keri og að það hafi gengið þokkalega. „Vatnið sem kemur úr hlíðunum hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í rigningartíð eins og í ár og því engin ástæða til að endurnýta það. Vætutíð eins og núna er okkur mjög hagkvæm. Við viljum samt skoða þann möguleika að geta endurnýtt vatnið og geta gert það gerist þess þörf.“

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...