Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag
Fréttir 21. apríl 2015

Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag

Höfundur: smh

Fjóra beiðnir um undanþágu bárust í gær frá bændum vegna verkfalls dýralækna sem hófst í gær. Þrjár umsóknir bárust frá alifuglabændum og ein frá svínabúi. Tveimur umsóknum frá alifuglabændum og umsókninni frá svínabúinu var hafnað á þeim forsendum að fullnægjandi upplýsingar hefðu ekki fylgt umsóknunum.

Fresta þurfti afgreiðslu á umsókn frá einu alifuglabúi þangað til í dag.

Á meðan verkfall stendur yfir er ekki hægt að slátra og kemur það verst niður á alifugla- og svínabændum, þar sem fljótlega fer að þrengjast um gripina á búunum.

„Ég á nú von á því að umsóknirnar frá alifuglabúunum fari allar aftur til umfjöllunar í dag, en þær viðbótarupplýsingar sem óskað var eftir frá svínabúinu hafa ekki borist ennþá,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar sem er undanþeginn verkfalli líkt og Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Í undanþágunefndum sitja tveir fulltrúar frá hvorum deiluaðila; dýralæknafélaginu og ríkinu. Til að undanþága sé heimiluð verða fulltrúarnir báðir að vera samþykkir.

Jón segir að ein umsókn um undanþágu hafi einnig borist Félagi íslenskra náttúrufræðinga, vegna innflutnings á lífrænum vörnum og fræjum – til nota í garðyrkju – en henni hafi verið hafnað og það sé endanleg ákvörðun.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...