Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tuttugu þúsund dauðar langvíur
Fréttir 25. febrúar 2019

Tuttugu þúsund dauðar langvíur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líf- og fuglafræðingar í Hollandi hafa ekki enn fundið skýringu á dauða um 20 þúsund langvía sem skolað hefur á land eða hafa fundist út af ströndum landsins undanfarnar vikur.

Hundruð veikra fugla eru undir eftirliti dýralækna sem reyna að hlúa að þeim.

Langvíur eyða stórum hluta ævinnar úti á hafi og að sögn hollensks líffræðings hefur annar eins dauði innan stofnsins ekki sést síðan á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Helsta skýringin á dauða fuglanna er talin vera slæm veður og eitthvað annað sem menn hafa ekki enn áttað sig á hvað er. Ekki er talið að um mengun sé að ræða en sagt er að fuglarnir séu horaðir og bendir það til fæðuskorts.

Þrátt fyrir að ekki sé talið að mengun hafi valdið dauða fuglanna hefur verið bent á að stórt gámaskip hafi misst 291 gám í hafið 2. janúar síðastliðinn vegna veðurs á þeim slóðum sem fuglarnir halda sig mest.

Búið er að endurheimta stóran hluta gámanna en ríflega fimmtíu er enn saknað og reiknað er með að þeir hafi sokkið til botns. Ekki hefur verið gefið upp hvað gámarnir innihéldu en talið er að hluti þeirra hafi innihaldið efni sem hættuleg eru lífríkinu.

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...