Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tuttugu þúsund dauðar langvíur
Fréttir 25. febrúar 2019

Tuttugu þúsund dauðar langvíur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líf- og fuglafræðingar í Hollandi hafa ekki enn fundið skýringu á dauða um 20 þúsund langvía sem skolað hefur á land eða hafa fundist út af ströndum landsins undanfarnar vikur.

Hundruð veikra fugla eru undir eftirliti dýralækna sem reyna að hlúa að þeim.

Langvíur eyða stórum hluta ævinnar úti á hafi og að sögn hollensks líffræðings hefur annar eins dauði innan stofnsins ekki sést síðan á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Helsta skýringin á dauða fuglanna er talin vera slæm veður og eitthvað annað sem menn hafa ekki enn áttað sig á hvað er. Ekki er talið að um mengun sé að ræða en sagt er að fuglarnir séu horaðir og bendir það til fæðuskorts.

Þrátt fyrir að ekki sé talið að mengun hafi valdið dauða fuglanna hefur verið bent á að stórt gámaskip hafi misst 291 gám í hafið 2. janúar síðastliðinn vegna veðurs á þeim slóðum sem fuglarnir halda sig mest.

Búið er að endurheimta stóran hluta gámanna en ríflega fimmtíu er enn saknað og reiknað er með að þeir hafi sokkið til botns. Ekki hefur verið gefið upp hvað gámarnir innihéldu en talið er að hluti þeirra hafi innihaldið efni sem hættuleg eru lífríkinu.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...