Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Torfastaðir
Bóndinn 4. október 2018

Torfastaðir

Eftir að hafa lokið námi hófu ábúendur á Torfastöðum fljót­lega að leita sér að jörð til búskapar. Þau duttu niður á þessa jörð, sem er í eigu fyrr­verandi ábúenda hennar. 
 
Engin ábúð hafði verið á henni í nokkur ár þegar þau fluttu þangað 22. apríl 2017.
Síðan þá hafa þau jafnt og þétt verið að byggja upp.
 
Býli:  Torfastaðir.
 
Staðsett í sveit: Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvo syni; Þórð Þorstein, 4 ára og Elvar, 2 mánaða. Svo er hundurinn Rúna einnig á bænum.
 
Stærð jarðar?  Hún er 1.867 ha, þar af 45–50 ha ræktaðir.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 200 vetrarfóðraðar kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir dagarnir og í sjálfu sér enginn hefðbundinn vinnudagur. Þórður Þorsteinn fer í leikskólann í Brúarási á morgnana, aðrir heimilismeðlimir ganga í þau verkefni sem liggja fyrir á býlinu, nú eða stunda vinnu utan þess. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Að taka á móti ungviðinu á vorin er með því skemmtilegasta.
Að ganga frá og þrífa/moka út eftir veturinn eru svona með þeim leiðinlegustu.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en þó vonandi búin að fjölga fénu eitthvað og bæta aðstöðuna. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er ýmislegt sem mætti betur fara. Bændur þurfa að standa betur saman og vinna meira sem ein heild. En svo er líka margt gott sem er verið að gera.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi sem allra best. Sér í lagi ef íslenskir neytendur taka sig á í því að versla innlendar vörur höfum við trú á því að hann muni geta dafnað mjög vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ætli þau séu ekki bara í Kína og Japan? Annars liggja þau eflaust víða.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Nýmjólk, rjómi, smjör, skyr og Trópí.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það er fátt sem slær góðu lambalæri út.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bú­­störf­in? Mörg eftirminnileg atvik hafa gerst þetta fyrsta búskaparár okkar, en sennilega eftirminnilegast þegar bóndinn á næsta bæ þurfti að koma og draga upp bæði Zetorinn og Hil­uxinn sama daginn.
 
Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...