Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tollasamningur ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðsluna
Fréttir 10. mars 2016

Tollasamningur ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðsluna

Höfundur: Hörður Kristjánsson / Tjörvi Bjarnason
Á lokadegi búnaðarþings 2. mars sl. samþykktu bændur harðorða ályktun vegna tollasamnings stjórnvalda við ESB sem gerður var í haust. Samningurinn er ekki í samhengi við fyrirætlanir stjórnvalda um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu að mati bænda.
 
Var þessi ályktun gerð í ljósi þess að við upphaf búnaðarþings lýsti Ingvi Stefánsson, bóndi á Teigi í Eyjafirði og fulltrúi svínabænda á búnaðarþingi, yfir megnri óánægju með nýgerðan búvörusamning. 
 
Mikil vonbrigði
 
„Það voru okkur mikil vonbrigði að ekki skyldi tekið á tollamálum og styrkir auknir vegna herts aðbúnaðar svína í nýjum búvörusamningi. Það er í raun efni í sér kafla hvernig hægt er að gera svo langan samning þar sem engin skýr stefna liggur fyrir í tollamálum landbúnaðarins,“ sagði Ingvi m.a. í ræðu sinni. Að máli sínu loknu yfirgaf hann samkomuna.
 
Samstaða um gagnrýni á tollasamminginn
 
Miklar umræður urðu um málið á lokadegi þingsins og kom þar sterklega fram að bændur stæðu allir saman í þessu máli. Þeir styddu jafnframt sjónarmið svína- og alifuglabænda sem munu verða illa fyrir barðinu á minnkaðri tollvernd auk þess að þurfa á sama tíma að takast á við umtalsverðan kostnaðarauka vegna nýrra aðbúnaðarreglugerða. Bent var á að í öðrum nágrannalöndum sem þurfa að mæta sams konar kostnaði vegna krafna um bættan aðbúnað dýra komi stjórnvöld verulega til móts við bændur, ólíkt því sem hér eigi að gera. Kom einnig fram að bændur telji sjálfsagt að hafa allan aðbúnað sem bestan. Hins vegar þurfi að aðstoða bændur við að takast á við kostnaðaríþyngjandi reglugerðir þar að lútandi af hálfu yfirvalda. Að öðrum kosti standi íslenskir bændur engan veginn jafnfætis í samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir. Í ályktuninni segir:
„Þingið krefst þess að stjórnvöld skipi þegar í stað starfshóp með fulltrúum bænda þar sem mat verður lagt á hvernig einstaka búgreinar geta tekist á við afleiðingar samningsins. Sérstaklega verði horft til svína- og alifuglaræktar, enda tekjutapið gríðarlegt í þeim greinum.“
 
Meta á kostnað við nýjar aðbúnaðarreglugerðir
 
Starfshópurinn á sömuleiðis að meta kostnað og áhrif sem nýjar aðbúnaðarreglugerðir hafa fyrir landbúnaðinn. Horfa skal til þess sem tíðkast í nágrannalöndunum þar sem stuðningur fylgir hertum kröfum. 
 
Í ályktuninni segir jafnframt að unnin skuli fagleg úttekt á áhrifum breytinga á tollaumhverfinu og aðbúnaðarkröfum sem gerðar eru í landbúnaðinum. Á grundvelli hennar verði bændum sköpuð eðlileg starfsskilyrði inn í framtíðina, enda er það forsenda þess að bændur sjái sér fært að ráðast í þær dýru og umfangsmiklu framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla reglugerðir sem settar hafa verið. 
 
Vilja ekki fullgildingu tollasamnings fyrr en upplýsingar liggja fyrir um áhrifin
 
Stjórn Bændasamtakanna var falið að setja málið í forgang og fara fram á að tollasamningurinn verði ekki fullgildur fyrr en starfshópurinn hefur skilað niðurstöðum sínum og gripið hefur verið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda.
 
Kynnti Sindri Sigurgeirsson við þetta tækifæri að ný stjórn BÍ yrði strax kölluð saman í kjölfar búnaðarþings til að fylgja málinu eftir. 
Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun