Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tilslakanir í regluverki við framleiðslu hefðbundinna matvæla
Fréttir 22. nóvember 2016

Tilslakanir í regluverki við framleiðslu hefðbundinna matvæla

Höfundur: smh
Eins og komið hefur fram á síðustu vikum hefur færst í vöxt að sauðfjárbændur kjósi að selja afurðir sínar sjálfir beint til neytenda, meðal annars vegna hins lága verðs sem þeim stendur til boða hjá afurðastöðvunum. 
 
Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun (MAST) höfðu 17 umsóknir borist um starfsleyfi frá 30. september síðastliðnum. Til að bregðast við þessum áhuga gaf stofnunin út leiðbeiningar þann 27. október síðastliðinn; um framleiðslu og sölu á búfjárafurðum beint frá býli þar sem tilslakanir á regluverkinu eru útskýrðar.
 
Dóra S. Gunnarsdóttir.
Dóra S. Gunnarsdóttir leiðbeinir varðandi þessi mál af hálfu Matvælastofnunar, þar sem hún er forstöðumaður á sviði neytendaverndar. Hún segir að ný reglugerð hafi verið gefin út fyrir skemmstu sem hafi það markmið að auka sveigjanleika í lítilli og hefðbundinni mat-vælaframleiðslu, til að auðvelda framleiðendum að uppfylla kröfur matvælalöggjafarinnar. „Lög nr. 93/95 um matvæli kveða á um að matvælafyrirtæki skuli hafa starfsleyfi. Matvælafyrirtæki er fyrirtæki sem rekur starfsemi í tengslum við framleiðslu, vinnslu eða dreifingu matvæla á einhverju stigi.
 
Dreifing er hvers konar flutningur, framboð og afhending, þar með talið innflutningur, útflutningur og sala. Samkvæmt 9. gr. laganna þurfa öll matvælafyrirtæki að hafa starfsleyfi frá hlutaðeigandi opinberum eftirlitsaðila,“ segir Dóra. 
 
Slakað á kröfum í nýjum reglum
 
Í nýrri reglugerð (nr. 856/2016) eru talsverðar nýjungar sem eiga að höfða til lítilla matvælafyrirtækja, þar sem vinnsla matvæla er hliðarbúgrein með annarri starfsemi.  Hún gefur afslátt af ákveðnum kröfum í hollustuháttareglum og skapar aukið svigrúm til framleiðslu séríslenskra hefðbundinna matvæla, svo sem reykingar á kjöti í litlum reykhúsum eða torfkofum og þurrkunar á fiski í hjöllum og trönum. Ákveðinn sveigjanleiki er veittur fyrir litlar mjólkurvinnslur, litlar kjöt- og fiskvinnslur, litlar eggjapökkunar-stöðvar og litlar matvæla-vinnslur. Til dæmis er ekki skylt að kljúfa skrokka af ákveðnum dýrum í slátur-húsum fyrir heilbrigðis-skoðun. Einnig er veitt aðlögun að kröfum fyrir lítil sláturhús.  
 
Dóra segir, varðandi kostnaðinn við starfsleyfi, að gjald fyrir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum í frumframleiðslu (þau hafa ekki verið áhættuflokkuð) nemi fastri fjárhæð í samræmi við þá eftirlitsskyldu starfsemi sem fram kemur í viðauka I með gjaldskrá Matvælastofnunar (nr. 567/2012) og er greitt fyrir hverja eftirlitsheimsókn. „Sauðfjárrækt er ekki tilgreind í viðauka I, en gjald fyrir annað eftirlit er 8.348 krónur á klukkustund auk ferðakostnaðar, samanber 8. grein gjaldskrárinnar.“ 
 
Vinnsla og geymsla heima á bæ er áhættuflokkuð
 
„Vinnsla og geymsla heima á bæ telst til síðari stiga og áhættuflokkun nær til þeirrar starfsemi.  Fyrirtæki í vinnslu matvæla hafa verið áhættuflokkuð og tímar í eftirliti ákvarðast samkvæmt því. Lítil fyrirtæki fá ekki marga tíma – kannski 2–4  á ári. Gjald fyrir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem hafa verið áhættuflokkuð er 20.870 krónur á klukkustund. Aðeins er greitt fyrir eftirlit sem framkvæmt er á eftirlitsstað og greitt er fyrir hvern hafinn stundarfjórðung.
 
Til viðbótar við ofangreind gjöld skal greiða 3.330 króna akstursgjald fyrir hverja eftirlitsheimsókn,“ segir Dóra.
 
Að sögn Dóru skiptir máli hver meginstarfsemin er varðandi það hvert framleiðandinn eigi að snúa sér til að fá að sækja um starfsleyfi. „Það er mismunandi hver gefur út starfsleyfi. Ef það er í sauðfjárrækt fer MAST með eftirlitið – og því einnig með eftirlit með sölu afurðanna.  Það er reynt að koma í veg fyrir að tveir aðilar fari í matvælaeftirlit á sama stað.“
 
Nýju reglugerðina er hægt að nálgast á vefnum reglugerd.is, undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.
 
Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...