Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í tillögunum kemur fram að styrkja þurfi undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.
Í tillögunum kemur fram að styrkja þurfi undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.
Mynd / smh
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Höfundur: smh

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjórn að fæðuöryggi fyrir Ísland. Tillögurnar eru í 16 liðum og verður í framhaldinu áfram unnið með tillögurnar í annarri stefnumótum stjórnvalda.

Tillögurnar og greinargerð með þeim voru unnar af Jóhannesi Sveinbjörnssyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Meðal tillagna er, að fylgjast þurfi vel með þróun matvælaverðs og hvernig hún hefur áhrif á getu almennings til fæðukaupa, einkum þeirra hópa sem búa við lökust kjör. Þá þurfi markviss flokkun landbúnaðarlands til að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku í skipulagsmálum. Tryggja þurfi aðgang að mikilvægum svæðum vegna fæðuframleiðslu og ferskvatnsöflunar.

Styrkja þarf undirstöðu jarðræktar á Íslandi

Einnig þurfi að styrkja undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.  Þetta á við um grasrækt, kornrækt til fóðurs og manneldis, útiræktun og ylræktun grænmetis. Þetta er best gert með vönduðu yrkjavali, jurtakynbótum, bættri ræktunartækni, öflugum rannsóknum, kennslu og leiðbeiningum.

Í tillögunum kemur einnig fram að mikilvægt sé að gera GFSI-mat sem fyrst fyrir Ísland, en slíkt mat segir  til um hversu góðar aðstæður eru fyrir fæðuöryggi í landinu. Það er til dæmis gert með því að meta reglulega heildarfæðuneyslu á íbúa og fylgjast með þróun matvælaverðs og hvaða áhrif sú þróun hefur á þau sem búa við lökustu kjörin.

Afkoma bænda ein af undirstöðum fæðuöryggis

Í tillögunum er bent á að ásættanleg fjárhagsleg afkoma bænda sé ein af undirstöðum fæðuöryggis sem þurfi að huga að ásamt því að styrkja sem best jarðrækt á Íslandi hvort sem um er að ræða gras- eða kornrækt, útiræktun eða ylræktun.

Einnig er bent á mikilvægi orkuskipta þar sem áhersla er lögð á innlenda orkugjafa s.s. rafmagn og jarðhita ásamt endurnýtingu næringarefna frá heimilum og fyrirtækjum. Samfélagslegt átak í þeim efnum sé í senn undirstaða framfara í fæðuöryggi, sjálfbærni fæðuframleiðslu til lengri tíma og mikilvægt umhverfismál.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...