Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Í tillögunum kemur fram að styrkja þurfi undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.
Í tillögunum kemur fram að styrkja þurfi undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.
Mynd / smh
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Höfundur: smh

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjórn að fæðuöryggi fyrir Ísland. Tillögurnar eru í 16 liðum og verður í framhaldinu áfram unnið með tillögurnar í annarri stefnumótum stjórnvalda.

Tillögurnar og greinargerð með þeim voru unnar af Jóhannesi Sveinbjörnssyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Meðal tillagna er, að fylgjast þurfi vel með þróun matvælaverðs og hvernig hún hefur áhrif á getu almennings til fæðukaupa, einkum þeirra hópa sem búa við lökust kjör. Þá þurfi markviss flokkun landbúnaðarlands til að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku í skipulagsmálum. Tryggja þurfi aðgang að mikilvægum svæðum vegna fæðuframleiðslu og ferskvatnsöflunar.

Styrkja þarf undirstöðu jarðræktar á Íslandi

Einnig þurfi að styrkja undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.  Þetta á við um grasrækt, kornrækt til fóðurs og manneldis, útiræktun og ylræktun grænmetis. Þetta er best gert með vönduðu yrkjavali, jurtakynbótum, bættri ræktunartækni, öflugum rannsóknum, kennslu og leiðbeiningum.

Í tillögunum kemur einnig fram að mikilvægt sé að gera GFSI-mat sem fyrst fyrir Ísland, en slíkt mat segir  til um hversu góðar aðstæður eru fyrir fæðuöryggi í landinu. Það er til dæmis gert með því að meta reglulega heildarfæðuneyslu á íbúa og fylgjast með þróun matvælaverðs og hvaða áhrif sú þróun hefur á þau sem búa við lökustu kjörin.

Afkoma bænda ein af undirstöðum fæðuöryggis

Í tillögunum er bent á að ásættanleg fjárhagsleg afkoma bænda sé ein af undirstöðum fæðuöryggis sem þurfi að huga að ásamt því að styrkja sem best jarðrækt á Íslandi hvort sem um er að ræða gras- eða kornrækt, útiræktun eða ylræktun.

Einnig er bent á mikilvægi orkuskipta þar sem áhersla er lögð á innlenda orkugjafa s.s. rafmagn og jarðhita ásamt endurnýtingu næringarefna frá heimilum og fyrirtækjum. Samfélagslegt átak í þeim efnum sé í senn undirstaða framfara í fæðuöryggi, sjálfbærni fæðuframleiðslu til lengri tíma og mikilvægt umhverfismál.

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...