Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eva Margrét Jónudóttir við mælingar í tilraunaverkefni Matís á bænum Birkihlíð í Skagafirði, þar sem slátrað var samkvæmt örslátrunartillögunum.
Eva Margrét Jónudóttir við mælingar í tilraunaverkefni Matís á bænum Birkihlíð í Skagafirði, þar sem slátrað var samkvæmt örslátrunartillögunum.
Mynd / Matís
Fréttir 5. desember 2019

Tillagan um örsláturhús rúmast ekki innan lagalegs svigrúms

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur að ekki sé svigrúm innan löggjafarinnar og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands til að heimila rekstur á svokölluðum örsláturhúsum heima á bæjum.

Það kom fram í svari hans við fyrirspurn Bjarna Jónssonar, varaþingmanns Vinstri grænna.

Bjarni spurði hvort ráðherra hefði í hyggju að breyta reglum um örslátur­hús og auka frelsi sauðfjárbænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neytenda – hvort lagalegt svigrúm væri til þess.

Ráðherra segir í svarinu að niðurstaða skoðunar á undanförnum mánuðum, í samráði við Matvælastofnun og Bændasamtök Íslands, leiði í ljós að tillaga um slík sláturhús – þar sem bændum sé heimilt að slátra, vinna og selja afurðir sínar heima á bæ – rúmist ekki innan löggjafarinnar og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands.

Sérstaklega er tiltekin sú ástæða að í sértækum evrópskum reglum (nr. 854/2004) um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu, er kveðið á um skoðun opinbers dýralæknis fyrir og eftir slátrun.

Í svarinu kemur fram að samráð hafi verið haft við nágrannaþjóðir, svo sem Noreg, Þýskaland og Finnland.

Engin bein aðkoma dýralækna í örslátrunartillögum

Í tillögum Matís að reglum um örslátrun, sem kynntar voru í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í september á síðasta ári, er ekki gert ráð fyrir beinni aðkomu dýralækna; hvorki fyrir né eftir slátrun – eða á meðan slátrun stendur. Tilkynna beri hins vegar um slátrun til eftir­litsdýralæknis með 48 klukkustunda fyrirvara. Dýralæknum er hins vegar heimilt að skoða dýrin, samkvæmt tillögunum. 

Fyrir slátrun myndu bændur taka myndir af lifandi dýrunum og eftir slátrun af heilum skrokkum og innyflum hvers dýrs – og senda þær dýralækni innan tiltekins frests væri þess óskað. 

Í tillögunum er lögð áhersla á hreinlæti og þjálfun starfsmanna/bænda eins og í öðrum sláturhúsum.

Sóknarfæri til verðmætasköpunar fyrir lítil sláturhús

Ráðherra segir í svarinu að í reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli séu sérstök ákvæði varðandi lítil sláturhús. Lítil reynsla sé komin á framkvæmd hennar en fram kemur að talið sé að þar geti falist ákveðin sóknarfæri til aukinnar verðmætasköpunar. Ekki er tekið fram í hvaða ákvæðum þau sóknarfæri kunni að felast.

Það virðist hins vegar ekki vera grundvallarmunur á reglugerðum fyrir lítil og stór sláturhús, sérstaklega í því sem snýr að bændum. Aðalmunurinn á hefðbundnu sláturhúsi, hvað heilbrigðiseftirlit dýralæknis snertir, er sá að varðandi lítil sláturhús er ekki gerð krafa um stöðuga viðveru samþykkts dýralæknis á meðan slátrun stendur yfir – að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Í svarinu til Bjarna segir loks að í ráðuneytinu verði áfram unnið að því að leita leiða til að auka verðmætasköpun bænda í samstarfi við Matvælastofnun og Bændasamtök Íslands og fylgst með þróun mála í nágrannaríkjunum sem miða að því að auðvelda starfsemi lítilla eða færanlegra sláturhúsa.  

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...