Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Líf og starf 6. desember 2018

Tilgangurinn að sækja sauðnaut og efla byggðir á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mótorbáturinn Gotta VE 108 fór til Grænlands árið 1929 með ellefu manna áhöfn. Tilgangurinn var að fanga sauðnaut, sem ætlað var að yrðu vísir að nýrri búgrein á Íslandi.

Í bókinni Grænlandsför Gottu segir höfundurinn og útgefandinn, Halldór Svavarsson, frá ferðinni þar sem skipshöfnin lenti oft í mikilli hættu og hremmingum, þar sem lítið mátti út af bregða.

Ferðin heppnaðist að mestu leyti vel og voru nautin höfð almenningi til sýnis á Austurvelli í Reykjavík. Þrátt fyrir að lítið yrði úr áformum um sauðnautaeldi á Íslandi.

Halldór, sem er úr Vestmanna­eyjum, segist muna eftir Gottu sem fiskibát frá því að hann var strákur og hann segist hafa heyrt talað um Grænlandsferðina en vissi lítið um hvað hún snerist. „Ég er grúskari í eðli mínu og rakst löngu síðar á grein um ferðina í Ársriti Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, Blik, sem vakti áhuga minn. Í framhaldi af því fór ég að skoða heimildir um ferðina og grafa upp meira af upplýsingum. Ég fór á öll söfn sem ég taldi að gætu geymt upplýsingar um ferðina og leitaði fanga auk þess sem ég talaði við alla niðja þeirra sem fóru í ferðina og safnaði ljósmyndum sem teknar voru í ferðinni og tengdust henni. Á meðan á upplýsingaöfluninni stóð fann ég fyrir talsverðum áhuga á ferðinni.

Tilgangur ferðarinnar var að sækja til Grænlands sauðnaut og flytja þau til Íslands og efla þannig byggð í landinu þar sem hún var að leggjast af. Eldið tókst ekki sem skyldi og að mínu mati aðallega vegna vanþekkingar.

Smám saman skýrðist myndin og þekkingin jókst og á endanum ákvað ég að taka efnið saman og gefa það út í bók.“ 

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...