Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Til áréttingar við sauðburð og önnur vorverk
Á faglegum nótum 27. apríl 2015

Til áréttingar við sauðburð og önnur vorverk

Höfundur: Lárus G. Birgisson Sauðfjárræktarráðunautur hjá RML
Öll forvinna er mikilvæg fyrir sauðburð t.d. að allar milligrindur, tæki og tól sem þarf að nota séu í lagi og á „sínum“ stað. Útiskjól séu einnig til reiðu. Auk þess þarf að huga að eftirfarandi þáttum:
 
  • Lyf ásamt tækjum og tólum fyrir burðarhjálp séu nærtæk.
  • Skipulagt vaktaplan.
  • Ef fósturtalning og aldursgreining fóstra liggur fyrir í ærhópnum er gott að sortera ærnar eftir því hvort þær bera á aðal sauðburðinum eða seint. Sparar eftirlit.
  • Árangursrík aðferð við að venja lömb undir er að sprengja belgi yfir fósturlambið, baða lömbin síðan saman upp úr volgu vatni og nudda vel saman fósturlambinu og nýfædda lambinu. Að baði loknu er stráð salti yfir þau og broddur mjólkaður úr ánni á afturpart og haus á báðum lömbunum.
  • Ef eldra lamb, tveggja daga eða eldra, er vanið undir einlembu þarf að passa vel að einlembingurinn fái broddmjólk. Getur verið æskilegt að mjólka broddmjólk í pela og gefa einlembingnum og leyfa undirvaningnum að sjúga fósturmóðurina í næði, hann verður þá yfirleitt sáttari.
  • Fósturtalning einfaldar undirvenjur og gefur fleiri möguleika. Þegar fjöldi lamba hjá hverri á er þekktur eru góðir möguleikar á að venja undir einlemburnar áður en þær bera sínu eigin lambi.
  • Gott er að safna legvatni í dall eða brúsa og jafnvel frysta. Engu máli virðist skipta þó legvatn sem notað er við að venja lömb undir sé ekki frá viðkomandi á eða samsafn úr mörgum.
  • Vansköpuð lömb
  • Á hverju vori fæðast einhver lömb vansköpuð og í flestum tilfellum er vansköpunin háð tilviljunum. Ef hins vegar fæðast fleiri en 2–3 vansköpuð lömb undan sama hrútnum þarf að hafa varann á. Ef vansköpuð lömb hafa fæðst undan sæðingahrútum er mikilvægt að tilkynna það til sauðfjárræktarráðunauta RML ásamt lýsingu á vansköpuninni svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi ásetning sæðingastöðvahrúta næsta haust.
  • Skýrsluhaldið og fleira
  • Athugið að í „gamla“ Fjárvís þurfti að staðfesta sæðingastöðvahrút sem föður í fangskráningunni hjá viðkomandi ám ef þær héldu við honum. Í „nýja“ Fjárvís verður sæðingafærsla sjálfkrafa fangfærsla. Bóndi þarf því að leiðrétta faðerni lamba hjá þeim ám sem ekki héldu í sæðingunum. Fjárvís gerir athugasemd við óeðlilega langan meðgöngutíma. 
  • Ef vorbók er skilað inn til skráningar er mikilvægt að skrá afdrif fangs hjá öllum ám.  Ef það er ekki gert falla viðkomandi ær sjálfkrafa út úr vorbókinni (skráðar dauðar). Við skráningu í Fjarvis.is er ekki hægt að skila vorupplýsingum nema gera grein fyrir afdrifum fangs hjá öllum lifandi ám.
  • Rétt er að venja sig á að skrá alltaf burðardagsetningu (eða fangdagsetningu).  Það er nauðsynlegt svo aldursleiðréttingar skili sér rétt inn í afurðauppgjör og samanburður á afurðum ánna og afkvæmum hrútanna verði óháður aldri lambanna.
  • Nýr og nákvæmari litalykill er í „nýja“ Fjarvís, þe. hægt að skrá tvílit með nákvæmari hætti. Dæmi: Lykilinn 496 táknar móarnhöfðótt/arnhosótt/glæsótt sem áður var einungis skráð 49 = móflekkótt. Gagnlegt er jafnframt að skrá hvítan lit með þeirri nákvæmni sem er í boði.
  • Það er mikilvægt að skrá öll lömb, líka þau sem ekki lifa. Hafi ærin látið er rétt að skrá fjölda lamba í samræmi við fósturtalningu þar sem slík gögn liggja fyrir.
  • Í nýrri útgáfu Fjarvis.is er hægt að venja lömb undir ær á öðrum búum.
  • Í „nýja“ Fjárvís er einnig hægt að skrá hvort ærin þurfti hjálp við burðinn og hversvegna. Hér er sérstaklega áhugavert að fá góða skráningu á dætur sæðingastöðvahrúta.
  • Skil fjárbóka 2015.
  • Ef handskrifaðri vorbók er skilað fyrir 19. júní er gefinn 25% afsláttur af skráningargjöldum.
  • Til þess að tryggt sé að upplýsingar úr vorbókinni skili sér inn í uppreiknað kynbótamat fyrir frjósemi þarf að skila henni í síðasta lagi 15. júlí.
  • Síðasti skiladagur vorbóka til að fá haustbókina tímanlega til baka fyrir haustragið er 14. ágúst. 
  • Lokaskiladagur haustbóka verður 31. desember.  Þetta er eini lokaskiladagur skýrsluhaldsgagna vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt nema hjá þeim sem eru að byrja í gæðastýringu. Þeir þurfa að skila fyrstu gögnum um hjörðina fyrir 20. júní.

Skylt efni: sauðburður | vorverk

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...