Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þéttir og hlýir vetrarvettlingar
Hannyrðahornið 5. september 2018

Þéttir og hlýir vetrarvettlingar

Höfundur: Hanverkskúnst
Þessir vettlingar eru þéttir og hlýir fyrir veturinn. Eskimo garnið frá Drops er einnig tilvalið til þæfingar. 
 
Stærð:  S/M – L/XL.
Garn: Drops Eskimo
- 100 gr í allar stærðir litur nr. 53, ljósgrár.
 
Prjónar:  Sokkaprjónar nr 6 og 7 eða sú stærð sem þarf til að fá 12L = 10 cm á prjóna nr 7
 
MYNSTUR:  
Umferð 1: *1 sl, 1 br*, endurtakið frá *-*.
Umferð 2: sl yfir allar lykkjur.
 
VINSTRI VETTLINGUR:
Stykkið er prjónað í hring. Fitjið upp 26-30 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með Eskimo. Prjónið stroff *1 sl, 1 br* í 5 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 7 og prjónið 1 umf slétt og fækkið lykkjum í = 24-28 lykkjur. Prjónið nú þannig: 12-14 lykkjur slétt, 12-14 lykkjur mynstur – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 9-10 cm er prjónað op fyrir þumal í næstu umf: Prjónið 7-8 lykkjur, setjið næstu 5-6 lykkjur á band, prjónið út umf = 19-22 lykkjur. Í næstu umf eru fitjaðar upp 5-6 lykkjur yfir lykkjur á bandi = 24-28 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 19½-20½ cm. Fellið síðan af þannig:
Umf 1: *Prjónið 4-5 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 20-24 lykkjur (= 4 l færri).
Umf 2 (og allar jafnar umf): Prjónið slétt.
Umf 3: *Prjónið 3-4 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 16-20 lykkjur.
Umf 5: *Prjónið 2-3 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 12-16 lykkjur.
Umf 7: *Prjónið 1-2 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 8-12 lykkjur.
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 24-26 cm á hæðina.
 
ÞUMALL:
Stykkið er prjónað í hring. Setjið til baka þær 5-6 lykkjur af bandi yfir á prjóna nr 7, prjónið upp 5-6 nýjar lykkjur meðfram opi = 10-12 lykkjur sem er skipt niður á sokkaprjóna. Haldið áfram með slétt prjón hringinn þar til þumallinn mælist ca 6-7 cm (mælt frá þeim stað þar sem lykkjur voru settar til baka á prjóninn). Í næstu umf eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 slétt saman = 5-6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að.
 
HÆGRI VETTLINGUR:
Er prjónaður eins og sá vinstri, nema gagnstætt, þ.e.a.s. að prjónaðar eru 12-14 lykkjur með mynstri fyrst í umf og síðan 12-14 lykkjur slétt prjón. Opið fyrir þumal er því prjónað þannig: Prjónið 12-14 lykkjur mynstur (byrjið á 1 l br), setjið næstu 5-6 lykkjur á band (= þumall), prjónið 7-8 lykkjur slétt prjón.
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...