Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þéttir og hlýir vetrarvettlingar
Hannyrðahornið 5. september 2018

Þéttir og hlýir vetrarvettlingar

Höfundur: Hanverkskúnst
Þessir vettlingar eru þéttir og hlýir fyrir veturinn. Eskimo garnið frá Drops er einnig tilvalið til þæfingar. 
 
Stærð:  S/M – L/XL.
Garn: Drops Eskimo
- 100 gr í allar stærðir litur nr. 53, ljósgrár.
 
Prjónar:  Sokkaprjónar nr 6 og 7 eða sú stærð sem þarf til að fá 12L = 10 cm á prjóna nr 7
 
MYNSTUR:  
Umferð 1: *1 sl, 1 br*, endurtakið frá *-*.
Umferð 2: sl yfir allar lykkjur.
 
VINSTRI VETTLINGUR:
Stykkið er prjónað í hring. Fitjið upp 26-30 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með Eskimo. Prjónið stroff *1 sl, 1 br* í 5 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 7 og prjónið 1 umf slétt og fækkið lykkjum í = 24-28 lykkjur. Prjónið nú þannig: 12-14 lykkjur slétt, 12-14 lykkjur mynstur – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 9-10 cm er prjónað op fyrir þumal í næstu umf: Prjónið 7-8 lykkjur, setjið næstu 5-6 lykkjur á band, prjónið út umf = 19-22 lykkjur. Í næstu umf eru fitjaðar upp 5-6 lykkjur yfir lykkjur á bandi = 24-28 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 19½-20½ cm. Fellið síðan af þannig:
Umf 1: *Prjónið 4-5 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 20-24 lykkjur (= 4 l færri).
Umf 2 (og allar jafnar umf): Prjónið slétt.
Umf 3: *Prjónið 3-4 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 16-20 lykkjur.
Umf 5: *Prjónið 2-3 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 12-16 lykkjur.
Umf 7: *Prjónið 1-2 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 8-12 lykkjur.
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 24-26 cm á hæðina.
 
ÞUMALL:
Stykkið er prjónað í hring. Setjið til baka þær 5-6 lykkjur af bandi yfir á prjóna nr 7, prjónið upp 5-6 nýjar lykkjur meðfram opi = 10-12 lykkjur sem er skipt niður á sokkaprjóna. Haldið áfram með slétt prjón hringinn þar til þumallinn mælist ca 6-7 cm (mælt frá þeim stað þar sem lykkjur voru settar til baka á prjóninn). Í næstu umf eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 slétt saman = 5-6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að.
 
HÆGRI VETTLINGUR:
Er prjónaður eins og sá vinstri, nema gagnstætt, þ.e.a.s. að prjónaðar eru 12-14 lykkjur með mynstri fyrst í umf og síðan 12-14 lykkjur slétt prjón. Opið fyrir þumal er því prjónað þannig: Prjónið 12-14 lykkjur mynstur (byrjið á 1 l br), setjið næstu 5-6 lykkjur á band (= þumall), prjónið 7-8 lykkjur slétt prjón.
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...