Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þéttir og hlýir vetrarvettlingar
Hannyrðahornið 5. september 2018

Þéttir og hlýir vetrarvettlingar

Höfundur: Hanverkskúnst
Þessir vettlingar eru þéttir og hlýir fyrir veturinn. Eskimo garnið frá Drops er einnig tilvalið til þæfingar. 
 
Stærð:  S/M – L/XL.
Garn: Drops Eskimo
- 100 gr í allar stærðir litur nr. 53, ljósgrár.
 
Prjónar:  Sokkaprjónar nr 6 og 7 eða sú stærð sem þarf til að fá 12L = 10 cm á prjóna nr 7
 
MYNSTUR:  
Umferð 1: *1 sl, 1 br*, endurtakið frá *-*.
Umferð 2: sl yfir allar lykkjur.
 
VINSTRI VETTLINGUR:
Stykkið er prjónað í hring. Fitjið upp 26-30 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með Eskimo. Prjónið stroff *1 sl, 1 br* í 5 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 7 og prjónið 1 umf slétt og fækkið lykkjum í = 24-28 lykkjur. Prjónið nú þannig: 12-14 lykkjur slétt, 12-14 lykkjur mynstur – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 9-10 cm er prjónað op fyrir þumal í næstu umf: Prjónið 7-8 lykkjur, setjið næstu 5-6 lykkjur á band, prjónið út umf = 19-22 lykkjur. Í næstu umf eru fitjaðar upp 5-6 lykkjur yfir lykkjur á bandi = 24-28 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 19½-20½ cm. Fellið síðan af þannig:
Umf 1: *Prjónið 4-5 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 20-24 lykkjur (= 4 l færri).
Umf 2 (og allar jafnar umf): Prjónið slétt.
Umf 3: *Prjónið 3-4 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 16-20 lykkjur.
Umf 5: *Prjónið 2-3 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 12-16 lykkjur.
Umf 7: *Prjónið 1-2 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 8-12 lykkjur.
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 24-26 cm á hæðina.
 
ÞUMALL:
Stykkið er prjónað í hring. Setjið til baka þær 5-6 lykkjur af bandi yfir á prjóna nr 7, prjónið upp 5-6 nýjar lykkjur meðfram opi = 10-12 lykkjur sem er skipt niður á sokkaprjóna. Haldið áfram með slétt prjón hringinn þar til þumallinn mælist ca 6-7 cm (mælt frá þeim stað þar sem lykkjur voru settar til baka á prjóninn). Í næstu umf eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 slétt saman = 5-6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að.
 
HÆGRI VETTLINGUR:
Er prjónaður eins og sá vinstri, nema gagnstætt, þ.e.a.s. að prjónaðar eru 12-14 lykkjur með mynstri fyrst í umf og síðan 12-14 lykkjur slétt prjón. Opið fyrir þumal er því prjónað þannig: Prjónið 12-14 lykkjur mynstur (byrjið á 1 l br), setjið næstu 5-6 lykkjur á band (= þumall), prjónið 7-8 lykkjur slétt prjón.
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...