Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þernunes
Mynd / Þernunes
Bærinn okkar 23. mars 2017

Þernunes

Steinn er fæddur og uppalinn á Þernunesi og tók við búinu árið 2012 en Valdís flutti þangað 2013. 
 
Býli:  Þernunes 2.
 
Staðsett í sveit: Í sunnanverðum Reyðarfirði. 
 
Ábúendur: Steinn Björnsson og Valdís Hermannsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Steinn á tvö börn úr fyrra sambandi, Lilju, 14 ára og Marinó, 10 ára, svo eigum við saman Hermann, sem er að verða 8 mánaða. Við eigum tvo smalahunda, Dropa og Grímu og einn sparihund, Skottu.
 
Stærð jarðar?  1.200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 540 fjár og nokkrir hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Gjafir kvölds og morgna og þess á milli er árstíðabundnum störfum sinnt, ásamt því að hestarnir eru hreyfðir. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt, en bara misjafnlega mikið, skemmtilegustu störfin eru þó klárlega sauðburður og smalamennskur ásamt heyskap í góðri tíð. Leiðinlegast er þegar búféð veikist eða slasast.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í mjög svipuðu sniði eins og hann er núna, en þá ætlum við að vera komin með góða aðstöðu fyrir hestana og ríða meira út.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höfum ekki miklar skoðanir á félagsmálum bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef haldið er rétt á spöðunum, þá ætti honum að vegna vel í framtíðinni, til þess þurfa stjórnvöld og bændur að vinna vel saman. Það þarf að halda á lofti gæðum og hreinleika íslenska landbúnaðarins.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Helstu tækifærin eru í raun útlendingar sem eru staddir á Íslandi, að fæða ferðamenn.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, bæði frá MS og Örnu, súrmjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allar afurðir sauðkindarinnar.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við munum svo sem ekki eftir neinu sérstöku, en sauðburðurinn í fyrra var einstaklega góður.                  

5 myndir:

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...