Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þernunes
Mynd / Þernunes
Bærinn okkar 23. mars 2017

Þernunes

Steinn er fæddur og uppalinn á Þernunesi og tók við búinu árið 2012 en Valdís flutti þangað 2013. 
 
Býli:  Þernunes 2.
 
Staðsett í sveit: Í sunnanverðum Reyðarfirði. 
 
Ábúendur: Steinn Björnsson og Valdís Hermannsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Steinn á tvö börn úr fyrra sambandi, Lilju, 14 ára og Marinó, 10 ára, svo eigum við saman Hermann, sem er að verða 8 mánaða. Við eigum tvo smalahunda, Dropa og Grímu og einn sparihund, Skottu.
 
Stærð jarðar?  1.200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 540 fjár og nokkrir hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Gjafir kvölds og morgna og þess á milli er árstíðabundnum störfum sinnt, ásamt því að hestarnir eru hreyfðir. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt, en bara misjafnlega mikið, skemmtilegustu störfin eru þó klárlega sauðburður og smalamennskur ásamt heyskap í góðri tíð. Leiðinlegast er þegar búféð veikist eða slasast.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í mjög svipuðu sniði eins og hann er núna, en þá ætlum við að vera komin með góða aðstöðu fyrir hestana og ríða meira út.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höfum ekki miklar skoðanir á félagsmálum bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef haldið er rétt á spöðunum, þá ætti honum að vegna vel í framtíðinni, til þess þurfa stjórnvöld og bændur að vinna vel saman. Það þarf að halda á lofti gæðum og hreinleika íslenska landbúnaðarins.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Helstu tækifærin eru í raun útlendingar sem eru staddir á Íslandi, að fæða ferðamenn.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, bæði frá MS og Örnu, súrmjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allar afurðir sauðkindarinnar.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við munum svo sem ekki eftir neinu sérstöku, en sauðburðurinn í fyrra var einstaklega góður.                  

5 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...