Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Margrét með eina lopapeysu í Gömlu Þingborg þar sem Þingborgarkon­urnar eru með vinnuaðstöðu og ­verslun. Reiknað er með mikilli þátttöku í lopapeysusamkeppninni.
Margrét með eina lopapeysu í Gömlu Þingborg þar sem Þingborgarkon­urnar eru með vinnuaðstöðu og ­verslun. Reiknað er með mikilli þátttöku í lopapeysusamkeppninni.
Mynd / MHH
Fréttir 15. mars 2016

Þemað er „Íslenska lopapeysan í nútíð og framtíð“

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ullarvinnslan í Þingborg fagnar 25 ára afmæli í sumar. Af því tilefni efnir Þingborgarhópurinn til lopapeysukeppni. 
 
„Við erum að fagna tuttugu og fimm ára afmæli Ullarvinnslunnar í Þingborg í ár og ákváðum því að efna til lopapeysusamkeppni á meðal landsmanna en þema keppninnar er ,,Íslenska lopapeysan í nútíð og framtíð“, segir Margrét Jónsdóttir úr Þingborgarhópnum. Peysurnar eiga að vera úr íslenskum lopa og eða bandi, þær verða að vera frumsamdar og peysan eða mynstrið má ekki hafa birst opinberlega.
 
„Síðasti dagur til að senda inn peysur er 13. maí og verða úrslit kynnt á sveitahátíðinni ,,Fjöri í Flóa“ í Flóahreppi, sem haldin verður helgina 27.–29. maí í vor. Allar innsendar peysur verða á sýningu í Félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi umrædda helgi og síðan verður sýningin færð yfir í Gömlu Þingborg þar sem Ullarvinnslan er til húsa, þar verða valdar peysur til sýnis til loka ágúst 2016.“ 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...