Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tálknfirskir sundkálfar
Líf og starf 26. júní 2024

Tálknfirskir sundkálfar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Viktoríu Bjarnadóttur.

Hún fæddist á Bíldudal 1888. Foreldrar hennar voru Bjarni Friðriksson skipstjóri og kona hans, Jónína Eiríksdóttir. Viktoría átti einn bróður, Aðalbjörn, sem drukknaði árið 1917.

Viktoría dvaldi einn vetur í Reykjavík þar sem hún vann á saumastofu og kynntist Reykjavíkurlífinu af eigin raun áður en hún gifti sig fyrir vestan, Sigurgarði Sturlusyni Hólm. Þau eignuðust tólf börn. Eftir að Viktoría var orðin ekkja, árið 1932, flutti hún aftur til Reykjavíkur, 44 ára gömul, með aldraðan föður sinn. Þar stofnaði hún prjónastofuna Iðunni sem hún rak í meira en áratug en seldi síðan og fór að sinna öðru.

Viktoría var mjög virk í félagsmálum, ekki síst bindindis- málum, og um árabil var hún formaður áfengisvarnarnefndar kvenna í Reykjavík og Hafnar- firði. Vökustundir að vestan, endur- minningar Viktoríu, er eina bókin sem hún sendi frá sér. Lýsingar á aldarfari, mönnum, málefnum og umhverfi eru ljóslifandi og merk heimild. Hún mun hafa ætlað sér að skrifa framhald bókarinnar og segja þar frá lífi sínu í Reykjavík en af því varð því miður ekki.

Viktoría lést í Reykjavík 7. október 1963.

Heimildir: Íslenskar konur, ævisögur 2002. Skald.is.

Kálfar á floti

Viktoría Bjarnadóttir flutti með foreldrum sínum frá Vindheimum að Eysteinseyri í Tálknafirði vorið 1903. Var það mun stærri og búsældarlegri jörð en Vindheimarnir, 18 hundruð að fornu mati og greiddi faðir hennar hana út í gullpeningum. Fyrir þeim hafði hann unnið sem skipstjóri hjá Thorsteinsson á Bíldudal. Eysteinseyri, þá næst innsti bærinn í sveitinni, var fyrst búin af Eysteini, leysingja landnámsmannsins Þorbjörns tálkna er nam Tálknafjörð.

Vorið sem þau fluttu að Eysteinseyri var Viktoría ásamt Aðalbirni bróður sínum að snudda í kringum búslóðina sem var tilbúin til flutnings og beðið báts til að flytja hana frá Vindheimum. Viktoríu segist svo frá:

„... Mér er minnisstæður dagurinn sem við Aðalbjörn fórum frá Vindheimum, en það var hálfan mánuð af sumri.

Þennan morgun hafði kálfunum verið hleypt út í fyrsta sinn, en þeir voru tveir og þurftu auðvitað að bregða rækilega á leik, er þeir komust út í heiminn í fyrsta skipti. Um hádegisbilið urðum við þess vör, að kálfarnir voru horfnir af túninu , og fór Aðalbjörn og hinn drengurinn, sem Kristinn hét, að svipast um eftir þeim. Leið svo löng stund, og ekkert bólaði á kálfunum eða strákunum. Fór ég þá að athuga, hvað af þeim hefði orðið, og sá þá strákana úti við læk, niður undir sjó, en kálfana sá ég hvergi. Gekk ég til strákanna og spurði þá um kálfana. Varð Kristinn fyrir svörum og sagði:

„Þeir eru að synda þarna út frá hjá fuglunum. Þeir hafa bara gott af því; þetta gera gæsirnar á Patreksfirði.“

Sá ég þá hvar kálfarnir voru á sundi úti á firði – höfðu þeir hlaupið í sjóinn undan strákunum. Aðalbjörn komst fram á snös á móts við þá og kastaði fyrir þá grjóti, og að endingu komu þeir svamlandi að landi, og voru þeir orðnir heldur en ekki dasaðir. Var annar orðinn svo máttfarinn, að við urðum að sækja handbörur til þess að bera hann heim. ...“

Vökustundir að vestan, Ísafoldarprentsmiðja, 1958, bls. 56-7.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f