Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sýklalyfjaónæmi er ekki á niðurleið í Evrópu
Fréttir 27. febrúar 2019

Sýklalyfjaónæmi er ekki á niðurleið í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sameiginlegri skýrslu frá Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) sem kom út fyrir skömmu kemur fram að aukið sýklalyfjaónæmi mælist í bakteríum sem smitast á milli dýra og manna, eins og Salmonella og Campylobacter. Skýrslan sýnir að það er mikið verk fyrir höndum í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og nauðsynlegt að vinna að því með þverfaglegu samstarfi undir formerkjum „Ein heilsa“ (One Health).

Á heimasíðu Mast segir að skýrslan sé samantekt á niðurstöðum ársins 2017 en áhersla var lögð á vöktun sýklalyfjaónæmis í bakteríum úr svínum og nautgripum með sýnatökum við slátrun og í kjöti á markaði.

Þróun milli ára

Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður á sýklalyfjaónæmi í Salmonella og Campylobacter stofnum úr fólki og þróun á milli ára. Gert var grein fyrir tilvist fjölónæmra stofna sem eru stofnar með ónæmi gegn að minnsta kosti þremur sýklalyfjaflokkum. Niðurstöður mælinga hér á landi í fólki, svínum við slátrun, svínakjöti og nautgripakjöti koma fram í skýrslunni.

Flestar salmonellusýkingar í fólki ganga venjulega yfir án meðhöndlunar með sýklalyfjum. Í sumum tilfellum getur þessi meltingarfærasýking verið lífshættuleg ef bakterían dreifir sér um blóðið í önnur líffæri og meðhöndlun með sýklalyfjum er nauðsynleg.

Aukningi í ónæmi

Aukning á ónæmi Salmonella stofna gegn mikilvægum sýklalyfjum eins og flúórókínólónum er þess vegna áhyggjuefni. Flest lönd tilkynntu um aukningu á ónæmi Salmonella Typhimurium stofna í fólki gegn flúórókínólónum, en hérlendis voru allir 14 stofnarnir sem prófaðir voru næmir fyrir lyfi í þessum lyfjaflokki. Um 40% S. Typhimurium stofnana í Evrópu voru fjölónæmir. Yfir 64% S. Typhimurium stofna á svínaskrokkum við slátrun voru fjölónæmir, en hérlendis hefur ekki fundist S. Typhimurium á svínaskrokkum eftir 2014. Einfasa stofn (monophasic) Salmonella Typhimurium hefur á skömmum tíma orðið ein algengasta sermisgerð í allmörgum dýrategundum og í sýkingum í fólki. Sá stofn var oft fjölónæmur eða í u.þ.b. 80% tilvika  í fólki og um 77% tilvika á svínaskrokkum við slátrun. Einn einfasa stofn S. Typhimurium greindist í svínaskrokki hér á landi sem var ónæmur fyrir tveimur sýklalyfjaflokkum.

Lág tíðni ónæmis á Íslandi

Í öllum löndum nema á Íslandi, Danmörku, Írlandi, Noregi og Bretlandi voru Campylobacter jejuni stofnar úr fólki með háa eða mjög háa tíðni ónæmis gegn cíprófloxacín úr flokki flúórókínólóna. Í þeim löndum er ekki lengur hægt að nota þessi sýklalyf í venjubundinni meðferð sýkinga sé hún nauðsynleg. En ónæmi C. jejuni stofna gegn cíprófloxacín hérlendis hefur aukist undanfarin ár og sama þróun sást í 7 öðrum löndum.

Að auki komu fram í skýrslunni niðurstöður rannsókna á tilvíst ESBL/AmpC myndandi E. coli í svínum og nautgripum undir 1 árs og ónæmi í E. coli bendibakteríum í þessum dýrategundum í botnlangasýnum tekin við slátrun. Vöktun á sýklalyfjaónæmi í E. coli bakteríum í dýrum sem eru alin til manneldis gefa mikilvægar upplýsingar um mögulegar hættur á smiti milli dýra og frá dýrum í fólk. Niðurstöður voru misjafnar milli landa og dýrategunda.

Mikil vitundavakning hefur orðið á þessu mikilvæga málefni og hafa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra skrifað undir yfirlýsingu um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi en skynsamleg notkun sýklalyfja er lykilatriði í þeim efnum.

Niðurstöður vegna vöktunar 2017 á sýklalyfjaónæmi í dýrum og matvælum á Íslandi er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar. Niðurstöður ársins 2018 er að vænta á allra næstu dögum.

Ítarefni
Frétt EFSA um sameiginlega skýrslu ECDC og EFSA um sýklalyfjaónæmi í súnubakteríum og bendibakteríum frá mönnum, dýrum og matvælum 2017

Upplýsingagátt EFSA og ECDC um sýklalyfjaónæmi í Evrópu 2017

Eftirlitsniðurstöður sýklalyfjaónæmis á Íslandi 2017

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...