Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Syðra Langholt
Bóndinn 1. ágúst 2017

Syðra Langholt

Fjölskyldan að Syðra Langholti telur tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir til staðar. Þetta snúist bara um markaðssetningu.
 
Býli: Syðra Langholt
 
Staðsett í sveit: Hrunamannahreppi.
 
Ábúendur: Sigmundur Jóhannesson, Arna Þöll Sigmundsdóttir, Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson og Svava Marý Þorsteinsdóttir. 
 
Stærð jarðar? 118 hektarar.
 
Gerð bús? Hrossabú og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 100 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Byrjað á morgnana að reka heim leiguhestana og þar á eftir tamningahrossin. Svo er tamið og þjálfað fram á kvöld.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegast er að þjálfa góðan hest en leiðinlegast að skítherfa túnin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Með svipuðu sniði, bara stærra hlutfall af betri hestum í hjörðinni.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Okkur finnst vanta meiri samstöðu í bændastéttina.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? 
Honum mun vegna vel því hreinleiki landbúnaðarvara hér er hvað bestur í heiminum og fólk er að verða meira og meira meðvitaðra um mikilvægi þess.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?
Það eru tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir. Þetta snýst bara um góða markaðssetningu. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Grillað lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? 
Þegar hryssan okkar hún Gleði fór í 8,45 í aðaleinkunn í kynbótadómi.
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...