Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Syðra Langholt
Bærinn okkar 1. ágúst 2017

Syðra Langholt

Fjölskyldan að Syðra Langholti telur tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir til staðar. Þetta snúist bara um markaðssetningu.
 
Býli: Syðra Langholt
 
Staðsett í sveit: Hrunamannahreppi.
 
Ábúendur: Sigmundur Jóhannesson, Arna Þöll Sigmundsdóttir, Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson og Svava Marý Þorsteinsdóttir. 
 
Stærð jarðar? 118 hektarar.
 
Gerð bús? Hrossabú og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 100 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Byrjað á morgnana að reka heim leiguhestana og þar á eftir tamningahrossin. Svo er tamið og þjálfað fram á kvöld.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegast er að þjálfa góðan hest en leiðinlegast að skítherfa túnin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Með svipuðu sniði, bara stærra hlutfall af betri hestum í hjörðinni.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Okkur finnst vanta meiri samstöðu í bændastéttina.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? 
Honum mun vegna vel því hreinleiki landbúnaðarvara hér er hvað bestur í heiminum og fólk er að verða meira og meira meðvitaðra um mikilvægi þess.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?
Það eru tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir. Þetta snýst bara um góða markaðssetningu. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Grillað lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? 
Þegar hryssan okkar hún Gleði fór í 8,45 í aðaleinkunn í kynbótadómi.
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...