Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Syðra Langholt
Bóndinn 1. ágúst 2017

Syðra Langholt

Fjölskyldan að Syðra Langholti telur tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir til staðar. Þetta snúist bara um markaðssetningu.
 
Býli: Syðra Langholt
 
Staðsett í sveit: Hrunamannahreppi.
 
Ábúendur: Sigmundur Jóhannesson, Arna Þöll Sigmundsdóttir, Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson og Svava Marý Þorsteinsdóttir. 
 
Stærð jarðar? 118 hektarar.
 
Gerð bús? Hrossabú og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 100 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Byrjað á morgnana að reka heim leiguhestana og þar á eftir tamningahrossin. Svo er tamið og þjálfað fram á kvöld.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegast er að þjálfa góðan hest en leiðinlegast að skítherfa túnin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Með svipuðu sniði, bara stærra hlutfall af betri hestum í hjörðinni.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Okkur finnst vanta meiri samstöðu í bændastéttina.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? 
Honum mun vegna vel því hreinleiki landbúnaðarvara hér er hvað bestur í heiminum og fólk er að verða meira og meira meðvitaðra um mikilvægi þess.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?
Það eru tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir. Þetta snýst bara um góða markaðssetningu. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Grillað lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? 
Þegar hryssan okkar hún Gleði fór í 8,45 í aðaleinkunn í kynbótadómi.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...