Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svipmyndir úr fundaferð
Fréttir 8. september 2022

Svipmyndir úr fundaferð

Höfundur: Höskuldur Sæmundsson

Stjórn og starfsfólk Bændasamtaka Íslands ásamt fulltrúum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) lögðu land undir fót og héldu bændafundi hringinn í kringum landið undir yfirskriftinni „Samtal um öryggi“ dagana 22.–26. ágúst sl.

Var þetta annað árið í röð þar sem svona ferð er farin og mættu mörg hundruð bændur á þá ellefu fundi sem haldnir voru víðs vegar um landið.

Yfirskrift ferðarinnar vísaði til afkomuöryggis bænda, fæðuöryggis og matvælaöryggis enda bændur mikilvægur hlekkur í afkomu þjóðar. Almennt var andinn góður á fundum og voru skoðanaskipti og umræður hreinskilnar eins og bænda er siður.

Stiklað var á stóru eins og tími og umfang leyfði og má þar helst nefna umræður um búvörusamninga, samningsmarkmið og ferlin fram undan, umræður um afurðaverð og afkomu bænda, nýliðun í landbúnaði, umhverfismál, gripagreiðslur og húsnæðismál Bændasamtakanna, svo eitthvað sé nefnt. Helsti ávinningur þessarar ferðar var þó að stjórn og starfsfólk BÍ fékk tækifæri til að hlusta á og ræða við bændur. Slíkt þéttir raðirnar og vilja starfsmenn Bændasamtakanna þakka bændum sérstaklega fyrir brýningar, hvatningu og stuðning sem þeir fundu glögglega fyrir. Hér má finna svipmyndir frá fundunum.

6 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...