Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svínakjötsinnflutningur jókst á fyrstu mánuðum ársins
Mynd / Bbl
Fréttir 6. júní 2019

Svínakjötsinnflutningur jókst á fyrstu mánuðum ársins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Tæp 885 tonn af svínakjöti voru flutt inn á árinu 2018 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það er 483 tonnum minni innflutningur en árið 2017 þegar flutt voru inn rúm 1.368 tonn, eða sem nam um 22% af innanlandsframleiðslunni. Innflutningurinn hefur þó aukist á ný á fyrstu mánuðum ársins 2019. 
 
Búist er við að lagabreyting sem tekur gildi í haust geti leitt til aukins innflutnings á svínakjöti, nautakjöti og jafnvel alifuglakjöti. Í raun ríkir þó algjör óvissa um afleiðingar þessara lagabreytinga. 
 
Framleiðsla og sala íslenskra svínabænda í jafnvægi 2018
 
Á síðasta ári voru framleidd á Íslandi rúm 6.841 tonn af svínakjöti, sem var 7,8% aukning frá fyrra ári. Innanlandssalan hélst nokkurn veginn í hendur við það og nam í árslok 6.772 tonnum samkvæmt tölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar. Var þá sölu­aukning milli ára upp á 6,1% og minnkuðu birgðir um 7,6%.
 
Er greinilegt að minni inn­flutningur svínakjöts á síðasta ári skipti töluverðu máli fyrir svínarækt á Íslandi. Þannig dróst innflutningurinn saman úr því að nema um 22% af innanlandsframleiðslunni árið 2017  og í rúm 12% á árinu 2018.
 
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt inn 855 tonn af frosnu svínakjöti á síðasta ári. Langmest af því kjöti var flutt inn frá Danmörku samkvæmt gögnum Félags svínabænda, eða 46%. Næstmest kom frá Þýskalandi og innflutningur frá Póllandi var þar í þriðja sæti. 
 
Aukinn innflutningur á fyrstu mánuðum ársins 2019
 
Á fyrstu þrem mánuðum 2019 voru flutt inn 285,7 tonn af svínakjöti á móti 256,8 tonnum á sama tímabili 2018. Innflutningur hefur því aukist á fyrstu þrem mánuðum ársins um 28 tonn. 
 
Breytingar á lögum og reglum
 
Við breytingar á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru sem gert er ráð fyrir að taki gildi 1. september nk., er búist við verulegri aukningu á kjötinnflutningi. Í nýjum lögum verður heimilaður innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum.
 
 Í tollskýrslum er innflutta svínakjötið sett í alls 20 tollflokka. Það er að segja 10 flokkar af ófrystu kjöti sem óheimilt hefur verið að flytja til landsins til þessa, en verður heimilt með nýjum lögum sem taka væntanlega gildi í haust. Það er nýtt svínakjöt í heilum og hálfum skrokkum, ófryst læri og lærisneiðar af svínum með beini, ófrystir bógar og bógbitar af svínum með beini, ófrystir hryggir og hryggsneiðar af svínum með beini, annað nýtt kjöt af svínum með beini, nýtt svínahakk, nýjar svínalundir, ófrystir svínahryggvöðvar, ófrystir svínalærisvöðvar og annað nýtt úrbeinað svínakjöt. 
 
Síðan koma 10 flokkar með frystu svínakjöti sem heimilt hefur verið að flytja inn til þessa. Það er fryst svínakjöt í heilum og hálfum skrokkum, fryst læri og lærisneiðar með beini, frystir bógar af svínum með beini, frystir hryggir og hryggsneiðar með beini, annað fryst svínakjöt, fryst svínahakk, annað fryst svínakjöt með beini, frystar svínalundir, frystir svínahryggvöðvar, frystir lærisvöðvar og annað fryst úrbeinað svínakjöt. 
 
Langmest af svínakjötinu sem flutt hefur verið inn undanfarin ár hefur farið í tollflokk 02032909 þ.e. „annað fryst úrbeinað svínakjöt“.
 
Hætt að umreikna tollfrjálsa innflutningskvóta í kjöt með beini
 
Fleiri tilslakanir hafa verið gerðar til að liðka fyrir inn­flutningi en snerta frystiskyldu. Þannig hætti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) við áform um að umreikna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjötvörur frá Evrópusambandinu yfir í ígildi kjöts með beini, en slíkur umreikningur hefði skert tollfrjálsan innflutning um allt að þriðjungi. 
 
Félag atvinnurekenda (FA) hafði sótt fast að þessar breytingar yrðu gerðar og bentu á að ráðuneytið hafði áður borið fyrir sig að Evrópusambandið hefði við innflutning á íslensku lambakjöti á tollkvóta miðað við kjöt með beini. Í tilkynningu Michaels Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, sem birtist á Facebook 14. maí 2018, kom fram að hvað varðaði allt annað kjöt, sem flutt væri út frá Íslandi til ESB á tollfrjálsum kvótum, væri miðað við nettóvigt. Hins vegar væri í gildi undantekning vegna lambakjöts sem ætti sér sögulegar skýringar. 
John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...