Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.
Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.
Líf og starf 7. janúar 2015

Sveitarómantíkin einkennir Glösin „Fjölskyldan mín“

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Glös sem bera heitið Fjölskyldan mín eru nú aftur fáanleg í verslunum eftir nokkurra ára hlé. Þau  samanstanda af ömmu, afa, móður, föður, strák og stelpu og eiga sér dyggan hóp aðdáenda að sögn hönnuða þeirra, Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur og Dagnýjar Kristjánsdóttur.
 
Þær stöllur hafa fengið fyrirspurnir um hvort glösin komi ekki á nýjan leik í sölu, enda stækka fjölskyldur og margir vilja þá stækka glasasafn sitt í leiðinni.
 
Glösin komu fyrst á markað árið 2005 og nutu fádæma vinsælda. Þær Ingibjörg og Dagný eru gamlar vinkonur úr Versló. Dagný er margmiðlunarhönnuður frá Teknisk Akademia SydKolding og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfar nú sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Ingibjörg er grafískur hönnuður útskrifuð frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur haldið sig á hönnunarbrautinni og er ein af okkar þekktustu hönnuðum og rekur fyrirtækið IHANNA HOME. Af hennar þekktustu verkum má nefna krummaherðatré og Ekki rúdolf snaga.
 
Þar sem þær stöllur sneru sér að öðrum hugðarefnum ákváðu nákomnir ættingar að taka að sér að sjá um framleiðslu og dreifingu glasanna í samstarfi við þær. Fyrirtækið sem sér um dreifinguna er fjölskyldufyrirtæki sem heitir Living Iceland. Jafnframt hafa nýjar vörur bæst við, servéttur og gjafakort. Karafla er einnig á teikniborðinu.
 
Þrá eftir gömlum góðum gildum
 
Um glösin segir í tilkynningu:  „Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar. Það má finna ákveðna fortíðarþrá í glösunum. Þrá eftir gömlum góðum gildum þegar allt var í föstum skorðum. Kvöldmatur var alltaf klukkan sjö á kvöldin og allir borðuðu og spjölluðu saman. Glösin er upplagt að nota í slíkar samverustundir, þar sem allir eiga sitt ákveðna glas.“
 
Markmiði að höfða til allra
 
Glösin eru hönnuð með það að markmiði að höfða til allra, bæði ungra sem aldinna. Þess vegna eru þau litrík og glaðleg. Sveitarómantíkin sem einkennir þau, íslensku húsdýrin og íslenski fáninn gera þau þjóðleg og því eru þau tilvalin gjafavara eða minjagripir fyrir erlenda vini eða ferðalanga.
Glösin eru framleidd í Þýskalandi. Það er prentað á glösin um leið og þau eru búin til og þannig nást mikil gæði. 

6 myndir:

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...