Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í Símonarskógi verður fyrsti „Súrefnisskógurinn“ en þar er ætlunin að rækta á að minnsta kosti 20 hekturum lands. Þar mun verða jöfn blanda af sitkagreni og alaskaösp.
Í Símonarskógi verður fyrsti „Súrefnisskógurinn“ en þar er ætlunin að rækta á að minnsta kosti 20 hekturum lands. Þar mun verða jöfn blanda af sitkagreni og alaskaösp.
Fréttir 3. janúar 2022

Súrefni nýtt fyrirtæki í kolefnisjöfnun

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í Símonarskógi verður fyrsti „Súrefnisskógurinn“ en þar verður ræktað á að minnsta kosti 20 hekturum lands. „Markmið okkar er að efla gróðurlendi jarðarinnar, græða landið og binda í leiðinni kolefni,“ segir Egill Örn Magnússon, kynningarstjóri Súrefnis, í fréttatilkynningu frá  félaginu.

„Símonarskógur er skógur sem Símon Oddgeirsson í Dalsseli undir Eyjafjöllum færði Skógræktinni að gjöf árið 2018. Símon lést í hárri elli á síðasta ári en Símonarskógur er við þjóðveg 1 rétt vestan Markarfljóts. Samstarf Skógræktarinnar við Súrefni hjálpar til við að ljúka verki Símonar með myndarlegum hætti,“ segir Egill. Súrefnisskógarnir sem hann nefnir svo, munu koma til með að vera jöfn blanda af sitkagreni og alaskaösp.

Egill Örn Magnússon, kynningarstjóri Súrefnis. Mynd / Súrefni

Aukið magn gróðurhúsalofttegunda áhyggjuefni

Aukið magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er mikið áhyggju­efni enda veldur það hlýnun í neðri lögum andrúmsloftsins og eru afleiðingarnar afar alvarlegar, meðal annars stórfelld bráðnun jökla.„Hugmyndafræði okkar og stefna snýst um að nýta þann aflgjafa sem öflug kolefnisbinding með skógrækt er og gera viðskiptavinum okkar kleift að nýta hana til ábyrgrar kolefnisjöfnunar, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.“

Grænt bókhald æ mikilvægara

„Mikil gróska er í þessum iðnaði og fyrirtæki vilja í auknum mæli hefja ferli kolefnisjöfnunar á kolefnisspori sinnar starfsemi. Grænt bókhald fyrirtækja verður æ mikilvægara og hefur ríkisstjórn Íslands lýst yfir að Ísland verði kolefnishlutlaust land fyrir árið 2040. Súrefni kolefnisjöfnun getur hjálpað lögaðilum að taka réttu skrefin. Í samstarfi við ReSource verkfræðistofu komum við til með að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á heildstæða lausn, allt frá útreikningi til bindingar.”

Engar skyndilausnir eru til

„Í kolefnisjöfnun sem bera raunverulegan árangur eru engar skyndilausnir til. Að hefja ferli kolefnisjöfnunar er framtíðarfjárfesting. Öll gróðursetning og kolefnisbinding sem Súrefni selur verður að trjám sem gróðursett verða, komin ofan í jörðina og byrjuð að hreinsa loftið á innan við tveimur árum frá kaupum.

Eftir örfá ár geta þessi tré farið að gefa af sér það sem kallast „kolefniseiningar í bið“, en það er eins konar loforð um að tíu árum frá gróðursetningu er þessi skógur byrjaður að gefa af sér kolefniseiningar sem hægt er að nýta í grænu bókhaldi. Það stærsta sem tefur fyrir bindingu í skóginum er að bíða með ræktunina. Við hvetjum því alla til að byrja sem fyrst,“ segir Egill. 

Samningur við Hringrás og HP Gáma

Súrefni hefur þegar gert samninga við ýmsar gerðir af rekstri og þar er samningur við Hringrás og HP Gáma, sem gerður var í nóvember síðastliðinn, einna stærstur.

„Hringrás og HP Gámar skrifuðu undir 5 ára samning og munum við koma til með að kolefnisbinda alla starfsemi bifreiða- og vélarflota fyrirtækisins,“ segir Egill.

Súrefni styðst við vottunarferli kolefnisbindingar með skógrækt samkvæmt gæðakerfinu Skógar­kolefni og vinnur í nánu samstarfi við Skógræktina.

„Reglulegar vísindalegar mælingar á skógrækt hérlendis undanfarna áratugi gerir okkur kleift að spá með áreiðanlegum hætti fyrir um væntanlega kolefnisbindingu í nýskógrækt á Íslandi. Stefnt verður síðan á að allir þættir ferlisins verði teknir út og vottaðir af alþjóðlegum vottunaraðila til að tryggja gæðin.

Skógurinn skal standa í að minnsta kosti 50 ár en í öllum áætlunum Skógræktarinnar er gert ráð fyrir að skógur verði til frambúðar þar sem hann er á annað borð ræktaður. Stefnt er á að öll verkefni Súrefnis verða skráð í nýstofnaða Loftslagsskrá Íslands (ICR) og að úr þeim verði til vottaðar kolefniseiningar,“ segir Egill að lokum. Á vef Súrefnis, surefni.is er hægt að nálgast frekari upplýsingar um málið.

Skylt efni: kolefnisjöfnun | Súrefni

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...