Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stuðningur við landbúnað í ESB- ríkjum er 58,5 milljarðar evra
Fréttir 12. nóvember 2019

Stuðningur við landbúnað í ESB- ríkjum er 58,5 milljarðar evra

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alls runnu 58,5 milljarðar evra til landbúnaðarkerfis Evrópusambandsins, CAP, á árinu 2018, samkvæmt nýlegum tölum Eurostat. Það er um 40% af útgjöldum ESB. Þar af nema beingreiðslur tæpum 41,5 milljörðum evra, eða 70,9%.
 
Til viðbótar beingreiðslum eru greiddir rúmir 14,3 milljarðar í dreifbýlisstuðning, eða 24,5% og tæpir 2,7 milljarðar evra í markaðssetningu, eða 4,6%.  
 
Stuðningur Evrópu­sambandsins við landbúnað lætur nærri að nema um 16% af heildartekjum greinarinnar. Hlutfallsleg samsetning land­búnaðar innan ESB er með allt öðrum hætti en þekkist á Íslandi og veðurfarsleg og hnattræn staða hefur þar mest áhrif. Því er ekki óeðlilegt að það sé ódýrara að framleiða flestar landbúnaðarvörur í ESB-löndunum en á Íslandi. Því er stuðningurinn hér líka hærra hlutfall af heildartekjum greinarinnar, eða 24%. Meðal þjóða heims er samt lögð mikil áhersla á að geta brauðfætt sína þegna og tryggja þar með fæðuöryggi sitt þegar í harðbakkann slær. Auk þess sem loftslagsmál og önnur umhverfissjónarmið spila æ stærri rullu í heildarmyndinni. 
 
Vínrækt, ávaxta- og grænmetisrækt fá mestan stuðning
 
Langmestur stuðningur í ESB-löndunum er við vínrækt og vínframleiðslu, eða rúmar 968 milljónir evra, eða 35,9% af beingreiðslunum og í ávaxta- og grænmetisframleiðslu fara rúmar 865 milljarðar evra, eða 32,1%. Önnur plönturæktun er að fá rúmlega 231 milljón evra, eða 8,6%. Mjólkurframleiðslan er með rúmlega 201 milljón evra, eða 7,5%. Ofarlega á listanum eru verkefni sem tengd eru menntun og fá þau tæpar 156 milljónir evra, eða 5,8%. Þá vekur athygli að kynningarstarf fær rúmlega 161 milljón evra innan landbúnaðarkerfis CAP, sem nemur 6% af beingreiðslunum. 
 
Frakkland, öflugasta landbúnaðarlandið, fær mest
 
Þegar skoðuð eru útgjöld til einstakra ríkja þá fær Frakkland langmest, eða tæpa 9,5 milljarða evra. Bretar fá aftur á móti ekki „nema“ rúma 3,9 milljarða. Þá fá Spánverjar tæpa 6,8 milljarða evra og Þjóðverjar tæpa 6,4 milljarða evra. Síðan koma Ítalir með rúma 5,8 milljarða og Pólverjar með rúma 4,6 milljarða.
Er þetta athyglisvert ef litið er til þess að Frakkar eru rétt tæpar 67 milljónir talsins en Bretar, sem fá einungis um 41% af framlagi Frakka, eru rúmlega 66,3 milljónir. Skýrist það væntanlega af því að Frakkar eru með langöflugasta landbúnaðinn innan ESB-ríkjanna og er hann nærri þrefalt stærri en í Bretlandi. 
 
Þýskaland er aftur á móti fjölmennasta ríki ESB með nærri 82,8 milljónir íbúa og er að fá heldur minna en 46,6 milljónir Spánverja. Ítalir sem eru nær 60,5 milljónir fá um milljarði minna en Spánverjar. Svo er Pólland, með nær 38 milljónir íbúa, að fá 1,2 milljörðum minna en Ítalir.
 
56,3% tekna ESB landbúnaðar kemur úr ræktun nytjajurta
 
Ef horft er á tekjuhliðina skilaði uppskera af allri ræktun landbúnaðar ESB 205,6 milljörðum evra á árinu 2018 (205.642.000.000 evra), eða 56,3% af landbúnaðartekjunum. Þar er garðyrkja og grænmetisrækt að skila mestu eða 52,7 milljörðum evra, 25,6%. Þar á eftir kemur kornrækt með 43,8 milljarða, eða 21,3%. Síðan kemur ávaxtarækt með 27,5 milljarða, 13,4% og vínrækt með 25,8 milljarða evra, eða 12,5%. greinarinnar. Plönturæktun þ.e. blómarækt og annað er að skila nær 19,7 milljörðum evra, eða 9,7%. Ræktun til iðnaðarframleiðslu skilar 17,8 milljörðum evra, eða 8,7% og fjöldi annarra greina skilar svo því sem upp á vantar. 
 
43,7% tekna ESB landbúnaðar kemur úr dýraeldi
 
Allt dýraeldi og allar afurðir af dýrum skila 159,8 milljörðum evra, eða 43,7% af öllum landbúnaðartekjunum. Þar af er dýraeldi og kjötframleiðsla að skila 94,7 milljörðum evra, eða 59,3%. Afurðavinnsla eins og eggja- og mjólkurframleiðsla skila 65,1 milljarði evra, eða 40,7% af dýraeldisþættinum.
 
61,5% tekna í íslenskum landbúnaði kemur úr dýraeldi
 
Á Íslandi var heildarframleiðsluvirðið 2018 samtals tæpir 62,7 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Stærsti hluti tekna landbúnaðarins kemur af dýraeldi, eða 61,5%, á meðan 38,5% koma úr nytjaplönturækt. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnað var þá um 15,6 milljarðar króna. Það þýðir að stuðningurinn hér á landi nemur því  tæplega 24,% af heildartekjum greinarinnar. Það er vissulega hærra hlutfall en í ESB-löndunum í heild, en hafa ber í huga að veðurfarsleg skilyrði til ræktunar eru mun lakari hér og samsetning greinarinnar mjög ólík. 
 
Ótrúlega góður árangur miðað við hnattstöðu
 
Dýraeldi á norðlægum slóðum er mun kostnaðarfrekara en í tempruðu eða heittempruðu loftslagi. Sama á við um nytjaplönturækt. Staðan hér er því mjög ólík stöðunni í ESB þar sem 56,3% teknanna koma úr nytjaplönturækt, enda skilyrði allt önnur. 
 
Í raun má segja að miðað við hnattstöðu séu íslenskir bændur að ná ótrúlega góðum árangri í samanburði við evrópska kollega sína. 
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...