Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stuðningsgreiðslur til 277 sauðfjárbænda frestast því vorbókum var ekki skilað
Mynd / BBL
Fréttir 22. ágúst 2018

Stuðningsgreiðslur til 277 sauðfjárbænda frestast því vorbókum var ekki skilað

Höfundur: smh

Matvælastofnun hafði ekki borist vorbækur í Fjárvís frá 277 sauðfjárbændum þann 20. ágúst, sem þýðir að þeir munu ekki fá stuðningsgreiðslur til sín greiddar þann 1. september.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að í samningum bænda og ríkis sem tók gildi 1. janúar 2017 séu skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum til bænda að þeir þurfi að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi og skuli skila fullnægjandi skýrsluhaldi innan tímamarka. Þannig er kveðið á um það í reglum um stuðning við sauðfjárrækt að sauðfjárbændur skuli skila vorbók í Fjárvís eigi síðar en 20. ágúst ár hvert, ella skuli stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. september það ár.

Matvælastofnun, sem sér um stuðningsgreiðslurnar fyrir ríkið, ber því að fresta greiðslum til þeirra bænda sem ekki skiluðu vorbókunum.

Frestast fram í október þegar vorbókum hefur verið skilað

„Þessi fjöldi kemur verulega á óvart í ljósi þess að skilafresti var frestað um mánuð frá fyrra ári til að gefa bændum rýmri tíma til að ganga frá skýrsluhaldinu, sem og auðvitað að þetta mun þýða frestun á stuðningsgreiðslum.

Næsta útgreiðsla stuðningsgreiðslna er 1. október, sem er þá síðasta greiðsla til sauðfjárbænda á þessu ári, en sauðfjárbændur fengu greiddar nóvember og desember greiðslur fyrirfram fyrr á árinu í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt. Þeir bændur sem höfðu ekki skilað vorbók á tilsettum tíma fá septembergreiðslu greidda í október þegar þeir hafa skilað inn vorbókinni,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...