Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stuðningsgreiðslur til 277 sauðfjárbænda frestast því vorbókum var ekki skilað
Mynd / BBL
Fréttir 22. ágúst 2018

Stuðningsgreiðslur til 277 sauðfjárbænda frestast því vorbókum var ekki skilað

Höfundur: smh

Matvælastofnun hafði ekki borist vorbækur í Fjárvís frá 277 sauðfjárbændum þann 20. ágúst, sem þýðir að þeir munu ekki fá stuðningsgreiðslur til sín greiddar þann 1. september.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að í samningum bænda og ríkis sem tók gildi 1. janúar 2017 séu skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum til bænda að þeir þurfi að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi og skuli skila fullnægjandi skýrsluhaldi innan tímamarka. Þannig er kveðið á um það í reglum um stuðning við sauðfjárrækt að sauðfjárbændur skuli skila vorbók í Fjárvís eigi síðar en 20. ágúst ár hvert, ella skuli stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. september það ár.

Matvælastofnun, sem sér um stuðningsgreiðslurnar fyrir ríkið, ber því að fresta greiðslum til þeirra bænda sem ekki skiluðu vorbókunum.

Frestast fram í október þegar vorbókum hefur verið skilað

„Þessi fjöldi kemur verulega á óvart í ljósi þess að skilafresti var frestað um mánuð frá fyrra ári til að gefa bændum rýmri tíma til að ganga frá skýrsluhaldinu, sem og auðvitað að þetta mun þýða frestun á stuðningsgreiðslum.

Næsta útgreiðsla stuðningsgreiðslna er 1. október, sem er þá síðasta greiðsla til sauðfjárbænda á þessu ári, en sauðfjárbændur fengu greiddar nóvember og desember greiðslur fyrirfram fyrr á árinu í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt. Þeir bændur sem höfðu ekki skilað vorbók á tilsettum tíma fá septembergreiðslu greidda í október þegar þeir hafa skilað inn vorbókinni,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...