Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Erlendur Ingvarsson, Skarði og Sigrún Gréta Einarsdóttir á Þúfu með verðlaunahrútana sína á sýningunni, allt glæsilegir hrútar.
Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Erlendur Ingvarsson, Skarði og Sigrún Gréta Einarsdóttir á Þúfu með verðlaunahrútana sína á sýningunni, allt glæsilegir hrútar.
Mynd / MHH
Fréttir 30. október 2017

Stórskemmtileg fjárlita­sýning í Holtum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjárræktarfélagið Litur í Holta- og Landsveit stóð fyrir sinni árlegu fjárlitasýningu í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra. 
 
Var sýningin haldin hjá Kristni Guðnasyni og fjölskyldu hans sunnudaginn 15. október. Á annað hundrað manns mættu til að skoða litfagurt fé og til að fylgjast með dómurum að störfum. Öllum viðstöddum var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Þá voru boðin upp tvö falleg lömb.
 
Gestir sýningarinnar völdu þetta lúðótta lamb litfegursta lamb sýningarinnar en þessi litur er mjög sjaldgæfur. Lambið er í eigu ábúendanna á bænum Húsagarði.
 
Eiríkur Vilhelm Sigurðsson á Hellu og mæðgurnar frá Skarði, þær Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og  Helga Fjóla Erlendsdóttir, létu sig ekki vanta á sýninguna.
 
Bjarni Sigurðsson á Torfastöðum í Fljótshlíð og ráðsmaðurinn hans, Ari S. Magnússon, voru á meðal fjölmargra gesta á litasýningunni.

Skylt efni: fjárlitir

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...