Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Erlendur Ingvarsson, Skarði og Sigrún Gréta Einarsdóttir á Þúfu með verðlaunahrútana sína á sýningunni, allt glæsilegir hrútar.
Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Erlendur Ingvarsson, Skarði og Sigrún Gréta Einarsdóttir á Þúfu með verðlaunahrútana sína á sýningunni, allt glæsilegir hrútar.
Mynd / MHH
Fréttir 30. október 2017

Stórskemmtileg fjárlita­sýning í Holtum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjárræktarfélagið Litur í Holta- og Landsveit stóð fyrir sinni árlegu fjárlitasýningu í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra. 
 
Var sýningin haldin hjá Kristni Guðnasyni og fjölskyldu hans sunnudaginn 15. október. Á annað hundrað manns mættu til að skoða litfagurt fé og til að fylgjast með dómurum að störfum. Öllum viðstöddum var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Þá voru boðin upp tvö falleg lömb.
 
Gestir sýningarinnar völdu þetta lúðótta lamb litfegursta lamb sýningarinnar en þessi litur er mjög sjaldgæfur. Lambið er í eigu ábúendanna á bænum Húsagarði.
 
Eiríkur Vilhelm Sigurðsson á Hellu og mæðgurnar frá Skarði, þær Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og  Helga Fjóla Erlendsdóttir, létu sig ekki vanta á sýninguna.
 
Bjarni Sigurðsson á Torfastöðum í Fljótshlíð og ráðsmaðurinn hans, Ari S. Magnússon, voru á meðal fjölmargra gesta á litasýningunni.

Skylt efni: fjárlitir

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...