Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stífla
Bærinn okkar 4. maí 2015

Stífla

Við byrjuðum að búa 1977 á Selá Árskógströnd, flytjum að Völlum í Svarfaðardal 1987 og þvert yfir landið að Stíflu 2003  með bústofn og vélar, og bættum við okkar kúm við bústofninn sem hér var. 
 
Býli:  Stífla.
 
Staðsett í sveit:  V-Landeyjum, Rangárþingi eystra.
 
Ábúendur: Jóhanna E. Gunnlaugs­dóttir og Sævar Einarsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum fjóra syni, Gunnlaug Einar, Gísla Davíð, Jóhann Rúnar og Jón Stefán sem allir eru fluttir að heiman. Fjósakötturinn Lof ýsa og hundurinn Lubbi.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er 160 ha.
 
Gerð bús? Búið er nánast hreint kúabú, frúin á nokkur hross. 
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 75 kýr ásamt kvígum í uppeldi, samtals um 190 gripi.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Vinnudagurinn byrjar á mjöltum og endar yfirleitt á sama veg, verkefnin þar á milli eru fjölbreytt og endalaus. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmilegast er öll útivinna í góðu veðri leiðinlegast er bras í kringum veika gripi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Næstu 5 ár vonandi verður hægt að hafa kynslóðarskipti á jörðinni, meiri framleiðslu og uppbyggingu á húsum og annarri aðstöðu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmálin gætu verið betri, við stöndum okkur ekki nógu vel í kjarabaráttunni, vantar 46 krónur á lítra á verðlagsgrundvellinum og verðlagsgrundvallarbúið rekið með miklum halla.  Í hvaða stéttarfélagi erum við og hvaða réttindi eigum við þar?
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Íslenskum landbúnaði mun vegna vel ef okkur tekst að fá ungt fólk inn í greinina og það sjái framtíð sinni og afkomu borgið. Við eigum gullin tækifæri með allan okkar hreinleika, gnótt af hreinu vatni og hér þarf enga eiturefnaúðun. Lyfjanotkun er hvergi minni en á Íslandi og vonandi verðum við áfram þar í fararbroddi.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Útflutningurinn á að byggjast á hreinleika varanna og þarf auðvitað að seljast dýrt, því að á alþjóðavísu erum við eins og krækiber í helvíti. Skyrið virðist vera í mikilli sókn á erlendri grund og gefa góðan arð t.d. í Færeyjum og Sviss virðist áhugavert, við teljum Bandaríkin vonlítil vegna mikils flutningskostnaðar.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum er alltaf súrmjólk, smjör, ostur, heimagerðar sultur, mjólk og lýsi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Uppáhaldsmaturinn er ágreiningslaust kótilettur í raspi með grænum ora-baunum, rauðkáli, rabarbarasultu og kartöflum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er flutningurinn milli jarða og landshluta og alltaf með kýrnar með okkur.

6 myndir:

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...