Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jarðgerðarstöð Moltu ehf. á Þveráreyrum. Tilkoma stöðvarinnar er lykilskref í því að sorpurðun verði hætt á Glerárdal og þannig er með stöðinni stigið stórt og langþráð skref í umhverfismálum svæðisins.
Jarðgerðarstöð Moltu ehf. á Þveráreyrum. Tilkoma stöðvarinnar er lykilskref í því að sorpurðun verði hætt á Glerárdal og þannig er með stöðinni stigið stórt og langþráð skref í umhverfismálum svæðisins.
Gamalt og gott 15. ágúst 2014

Stærsta tromlujarðgerðarstöð í Evrópu tekur til starfa í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Í Bændablaðinu 27. ágúst 2009 er sagt frá því þegar stærsta tromlujarðgerðarstöð í Evrópu tekur til starfa í Eyjafirði.

Jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafirði hefur formlega tekið til starfa en stöðinni er ætlað að taka á móti lífrænum úrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og úr Þingeyjarsýslu. Stöðin er staðsett á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit og er hún í meirihlutaeigu sveitarfélaganna í Eyjafirði, auk matvælafyrirtækja á svæðinu og fleiri aðila. Tilkoma stöðvarinnar er lykilskref í því að sorpurðun verði hætt á Glerárdal og þannig er með stöðinni stigið stórt og langþráð skref í umhverfismálum svæðisins. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, ræsti stöðina formlega.

Jarðgerðarstöð Moltu er um margt áhugaverð, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og getur annað um 10-13 þúsund tonnum á ársgrundvelli. Stærð stöðvarinnar markast af því að geta afkastað háönn í úrgangi á svæðinu, þ.e. á haustin þegar sláturtíð gengur yfir. Stöðin er þannig uppbyggð að mjög einfalt er að bæta við tromlum og auka afköst hennar.

Hugmyndir um byggingu jarðgerðarstöðvar má rekja til starfs innan matvælahóps Vaxtarsamnings Eyjafjarðar árið 2006 en í lok þess árs var haldinn kynningarfundur með fulltrúum sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Í kjölfarið hófust formlegar athuganir og undirbúningsferli sem leiddi til stofnunar Moltu ehf. Framkvæmdir við stöðina sjálfa hófust í ágúst 2008 og í júní sl. hófst reynslukeyrsla stöðvarinnar. Strax í næsta mánuði mun svo verða full nýting á stöðinni í sláturtíðinni.

Vinnslan í stöðinni fer þannig fram að saman við lífræna úrganginn, sem að stærstum hluta er fisk- og sláturúrgangur, er í byrjun blandað stoðefnum, þ.e. pappír, timbri, grasi og garðaúrgangi. Með því fæst nauðsynlegt kolefni í jarðgerðina. Þessi blanda fer síðan í sex stórar tromlur þar sem jarðgerðarblandan hitnar og fer upp í að minnsta kosti 70°C. Þegar stöðin er á  fullum afköstum eru um 250 tonn samtímis í tromlunum sex. Að umfangi getur jarðgerðarblandan rýrnað um sem næst 40% í þessu niðurbrotsferli. Út úr ferlinu kemur molta, sem þarf að fullverkast í um þrjá mánuði í mönum utan við stöðina og er hún þá tilbúin í frekari vinnslu.
Moltan er verðmætt áburðarefni og nú þegar jarðgerðin er orðin að veruleika mun fyrirtækið einbeita sér að þróun á framhaldsvinnslu moltunnar. Í þeim þætti eru taldir ýmsir möguleikar sem skilað gætu fyrirtækinu frekari tekjum og skapað ný störf, en við moltugerðina eru um tvö störf á ársgrundvelli.

Tækjabúnaður í jarðgerðarstöðinni er frá finnska fyrirtækinu Preseco og samanstendur m.a. af jarðgerðartromlunum og tilheyrandi móttökubúnaði, þ.e. hakkavélum, færiböndum og sniglum. Verkfræðifyrirtækið Mannvit á Akureyri kom að undirbúningi að stofnsetningu stöðvarinnar, bæði hvað varðar ráðgjöf um tæknilega útfærslu og hönnun húss. 


Byggingarframkvæmdir annaðist fyrirtækið Virkni ehf. Kostnaður við verkefnið í heild nemur rúmum 500 milljónum króna.   

3 myndir:

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...