Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sprenging í sölu þrátt fyrir illt umtal
Fréttir 19. nóvember 2015

Sprenging í sölu þrátt fyrir illt umtal

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýjustu yfirlitstölum Búnaðarstofu hjá Bænda­samtökum Íslands var heildarkjötframleiðslan síðustu 12 mánuði tæplega 30 þúsund tonn og jókst um 2,1% milli ára.

Heildarkjötsalan á innlendri framleiðslu jókst þó hlutfallslega meira en framleiðslan á síðustu 12 mánuðum, eða um 3,9%.

Illt umtal betra en ekkert

Vekur þar sérstaka athygli hvað svínakjötsframleiðslan kemur vel út þrátt fyrir verkföll dýralækna í sumar sem hægðu verulega á afsetningu og síðan afar neikvæða umræðu um búgreinina á síðustu mánuðum.
Salan á íslensku svínakjöti á innanlandsmarkaði jókst milli ára um 8,5% og er þá miðað við tímabilið frá 14. nóvember 2014 til 15. október 2015. Er samanburðurinn miðaður við sama tímabil 12 mánuði þar á undan.

Mjög athyglisvert er að þegar neikvæða umræðan um aðbúnað á svínabúunum stóð sem hæst í október, jókst svínakjötsalan um hvorki meira né minna en 27,9% miðað við sama mánuð árið á undan. Á þriggja mánaða tímabili, ágúst, september og október 2015, jókst salan á svínakjöti að meðaltali um 21,6%. Virðist þarna sannast hið fornkveðna að illt umtal er örugglega betra en ekkert.

Í þessum tölum Búnaðarstofu er einungis verið að tala um íslenska framleiðslu og sölu á íslenskum afurðum. Þess má geta að til viðbótar þessari sölu á íslensku svínakjöti voru flutt inn um 200 tonn af erlendu svínakjöti í október sem er að mjatlast inn á markaðinn þessar vikurnar.

Miklar sveiflur í sölu á kindakjöti

Ef sala á kindakjöti er skoðuð sérstaklega, þá kemur í ljós að sala á því hefur aukist um 4,9% á milli ára og er kindakjöt með 26,2% af heildarkjötmarkaðnum. Er aukningin athyglisverð í ljósi þess að umtalsverður samdráttur varð í kindakjötsölunni á síðustu þrem mánuðum, ágúst, september og október, eða samtals um -10,8%. Vegur þar þyngst verulegur sölusamdráttur á kindakjöti í október eða sem nam -27,3% miðað við sama mánuð í fyrra. Þó ber að hafa í huga að þarna er um að ræða sölutölur frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana sem er ekki endilega í takt við smásölutölur út úr búð.

Hugsanleg skýring á heildarsöluaukningu á kindakjöti á síðustu 12 mánuðum kann að vera að söluaukning hafi verið í byrjun sumars þegar framboð af svínakjöti dróst saman vegna verkfalla.

Mest er framleitt af kindakjöti

Í sláturtíðinni á þessu hausti var slátrað 528.193 dilkum og 45.058 af fullorðnu sauðfé. Er þetta samtals 573.251 skrokkur og er heildarþyngdin tæplega 10 þúsund tonn (rúmlega 9.676 kg). Þar af vegur lambakjötið rúmlega 8.500 tonn. Er framleiðsla kindakjöts enn hlutfallslega öflugust í kjötframleiðslunni hér á landi, eða sem nemur 33,9%. Þar á eftir kemur kjúklingakjöt með 28,2%, þá svínakjöt með 22,9%, síðan nautakjöt með 11,6% og hrossakjöt með 3,5% af heildarframleiðslunni.  

Mest selt af alifuglakjöti

Dæmið breytist þó töluvert þegar horft er á sölu á íslenska markaðnum. Þar er innlenda kjúklingakjötið sterkast með rúmlega 8 þúsund tonn eða 32,6% hlutdeild. Kindakjötið er með 26,2% af sölunni. Misvægi í framleiðslu- og sölutölum á kindakjöti markast trúlega af útflutningi og hugsanlega einhverri birgðasöfnun. Síðan kemur svínakjötið með 25% markaðshlutdeild, nautakjöt með 14% og hrossakjöt er með 2,2% hlutdeild. Hafa ber í huga að þarna er verið að tala um markaðshlutdeild innanlands á innlendri framleiðslu.

Umtalsverður innflutningur

Töluverður innflutningur var á svínakjöti frá janúar til september á þessu ári, eða tæplega 588 tonn. Af nautakjöti voru flutt inn tæplega 1.019 tonn og tæplega 836 tonn af alifuglakjöti. Þá voru flutt inn tæplega 37 tonn af kjöti af öðrum dýrategundum. Í heild voru flutt inn 2.479 tonn í ár á móti 2.181 tonni á sama tímabili 2014. Eykur þetta trúlega heildarhlutfall í sölu þessara kjöttegunda og þá væntanlega mest á kostnað markaðshlutdeildar dilkakjöts.

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...