Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Someca, franskur Fiat
Á faglegum nótum 19. mars 2018

Someca, franskur Fiat

Höfundur: Vilmundur Hansen

Saga frönsku Someca dráttarvéla er nokkuð flókin. Dráttarvélarnar komu fyrst á markað árið 1953 og framleiddar af SIMCA sem var þá dótturfélag Fiat Auto Italia.

Árið 1934 stofnaði FIAT fyrirtæki í Frakklandi sem kallaðist SAFAF, Société Anonyme Française des Automobiles Fiat. Fyrirtækinu var ætlað að framleiða bifreiðar og bifreiðahluti. Það fyrirtæki hóf einnig strax innflutning á dráttarvélum frá Fiat og Steyr til Frakklands.

Síðar stofnaði Fiat SIMCA, Société Industrielle de Mécanique et Carrosserie Automobile, sem var ætlað að framleiða ítalska bíla og dráttarvélar í Frakklandi.

Árið 1953 hófst framleiðsla í Frakklandi á dráttarvélum sem fengu heitið Someca sem voru byggðir að hluta á dráttarvélum sem kölluðust MAP en síðar á hönnun ítalskra Fiat dráttarvéla undir frönsku vörumerki.

Undir lok sjötta áratugar síðustu aldar varð Someca hluti að SIMCA iðnaðarsamsteypunni.

Fyrst MAP síðar SOM 40

Áður en SIMCA hóf framleiðslu á dráttarvélum keypti fyrirtækið dráttar­vélaframleiðsluhluta fyrirtækis sem kallaðist MAP, Manufacture d´Armes de Paris. Auk þess að framleiða landbúnaðartæki var MAP helsti vopnaframleiðandi Frakklands og hafði verið það frá 1665 þegar stofnandi fyrirtækisins hóf framleiðslu á hnífum og sverðum og síðar skotvopnum. MAP er helsti framleiðandi hátækni skotvopna í Frakklandi í dag.

Tæknibúnaður MAP var eftir kaup SIMCA notaður til að framleiða fyrstu Someca traktoranna.
Fyrsti Someca traktorinn, sem fékk heitið DA50, var að stórum hluta byggður á eldri dráttarvél sem kallaðist MAP DR3 og gat afkastað 37 hestöflum við 1500 snúningahraða á klukkustund.

Næsta týpa kom á markað 1957 og fékk heitið SOM 40. Sá traktor var einn af allra stærstu dráttarvélum sem smíðaðar höfðu verið í Frakklandi og nutu mikillar velgengni í landinu og stolt Frakka á þeim tíma.
Vélin í SOM 40 var af gerðinni Fiat OM COID 45, fjögurra strokka, 4165 cc dísilvél, sem afkastaði um 45 hestöflum við 1500 snúninga á klukkustund.

Árið 1964 var framleiðslu SOM 40 hætt en á þeim tíma höfðu verið framleiddir 18.741 slíkur en alls ríflega 40.000 SOMECA dráttarvélar í Frakklandi.

SOMECA í Argentínu

Árið 1953 setti Fiat á fót dótturfyrirtæki í Argentínu til að framleiða dráttarvélar. Í fyrstu kallaðist fyrirtækið Fiat Someca Construcciones Córdoba en árið 1959 var nafninu breytt í Fiat Concord. Flestar dráttarvélarnar sem Fiat framleiddi í Argentínu á þessum árum voru undir merki SOMCA

SOMECA síðan Fiat

Miklar breytingar urðu á framleiðslu SOMECA árið 1965 þegar fyrirtækið setti á markað svonefnda 15 seríu sem var hrein eftirmynd af Fiat Trattori dráttarvélum.

Fiat var allt frá upphafi meirihlutaeigandi í SOMECA en árið 1983 var fyrirtækið flutt undir FiatAgri sem var sá hluti Fiat sem sá um framleiðslu á landbúnaðarvélum. Heiti FiatAcri var breytt í Fiat New Holland árið 1993 og kallast í dag Fiat CNH Global.                                   

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f