Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Loftsdóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni.
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Loftsdóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni.
Líf&Starf 22. ágúst 2018

Smíðaði fjárvagn fyrir tengda­dóttur af miklum hagleik

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Lofts­dóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni. Enda þykir honum mikils um vert að hafa hana góða.
 
Fjárvagninn er smíðaður af miklum hagleik, þannig er til að mynda sliskjan í þrennu lagi, hverjum hluta er ætlaður sinn staður á vagninum, þannig að hann sé ávallt tiltækur, enda veit Jón að það þarf ekki mikið til að auka ergju fólks þegar smalamennska og fjárstúss ná hámarki. Vanir menn segja vagninn ekkert skorta nema snaga fyrir úlpuna þegar fjármönnum fer að hitna í hamsi, sem og stand undir svaladrykk á meðan nota þarf báðar hendur á lausaféð.
 
Enn finnst bjartsýnisfólk í sveitum landsins
 
„Það er mikið talað um það um þessar mundir að sauðfjárbúskapur sé á fallanda fæti og víst er að fjárlaust er orðið hjá okkur í Miðhúsum,“ segir Sigríður Garðarsdóttir, eiginkona Jóns. „En það má enn finna bjartsýnisfólk í sveitum landsins sem vilja veg og vanda sauðfjárbúskapar sem mestan og bestan.“
 
Jón og Sigríður byggðu íbúðarhús í Miðhúsum og fluttu í það árið 1977 og hófu ári síðar búskap á móti foreldrum Jóns, þeim Gísla Jónssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, sem áfram bjuggu í sínu húsi. Fyrstu búskaparárin voru Jón og Sigríður með sauðfjárbúskap ásamt vinnu utan heimilis en tóku við mjólkurframleiðslunni árið 1991. Kynslóðaskipti urðu á ný í Miðhúsum árið 2014 þegar Guðrún dóttir þeirra og hennar maður, Brynjar Sigurðsson, tóku við kúnum og hófu búskap. Ungu hjónin eru að byggja stærra fjós sem vonandi verður tekið í notkun á þessu ári, það verður lágtæknifjós á skagfirskan mælikvarða.
 
Miðhús hafa verið í eigu sömu ættarinnar í 167 ár.
 
Glatt á hjalla í athvarfinu
 
Þegar Jón hætti búskap við kynslóðaskiptin á jörðinni datt honum ekki í hug að sitja með hendur í skauti. Hann tók til við að gera upp gamlar vélar og bíla ásamt því að vera nágrönnum sínum innan handar þyrftu þeir á aðstoð að halda. Útbjó hann sér „athvarf“ í gamalli fjóshlöðu, fjarri konu sinni, og getur dundað þar að vild við áhugamál sitt. Oft er gestkvæmt í athvarfi Jóns og glatt á hjalla, en margir eru forvitnir að sjá og skoða hvað hann er að fást við hverju sinni.
Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...