Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skil á skýrslum um hrossaeign eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert. Þetta er sama dagsetning og er á skilum á haustskýrslu í Bústofn sem áður kölluðust forðagæsluskýrslur.
Skil á skýrslum um hrossaeign eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert. Þetta er sama dagsetning og er á skilum á haustskýrslu í Bústofn sem áður kölluðust forðagæsluskýrslur.
Fræðsluhornið 22. nóvember 2017

Skýrsluhaldsskil og skráning á fyljun

Höfundur: Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur í hrossarækt hjá RML halla@rml.is
Til upprifjunar er rétt að minna á að haustið 2016 voru tekin upp árleg skil á skýrsluhaldi í hrossarækt í gegnum heimarétt WorldFengs. Þessi skil eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert. Þetta er sama dagsetning og er á skilum á haustskýrslu í Bústofn sem áður kölluðust forðagæsluskýrslur. Þar sem óðum styttist í þessi skil er rétt að rifja upp helstu atriði.
 
Áður en gengið er frá skýrsluskilum í „Heimaréttinni“ þarf að fara í gegnum nokkur skref og hér á eftir verður leitast við að útskýra þá flipa sem þarf að fara í gegnum. Þetta eru fliparnir Hrossin mín, Fyljanaskráning, Fang- og folaldaskýrsla, Umráðamaður og Skýrsluhaldsskil.
 
„Fang- og folaldaskráning“. Hér fer fram skráning á folöldunum og hvað um þau verður. Þarna birtast eftirfarandi möguleikar: 
  • Afrakstur, þar koma upp eftirfarandi valkostir; eitt folald, tvö folöld, dauðfætt, hryssan fórst. 
  • Geld/Lét, ef hryssa er geld eða lét er gerð grein fyrir því undir þessum flipa.
  • Folaldi slátrað
  • Skrá folald, hér er folaldið grunnskráð.
  • Tvífyl, hér opnast tveir gluggar þar sem hægt er að skrá bæði folöldin.
Það skal tekið fram að ekki er hægt að skrá folald nema ræktandi sé skráður fyrir ræktunarnúmerum (þrír öftustu stafirnir í fæðingarnúmeri) og að fyrir liggi fangskráning frá síðasta ári. Til að fá úthlutað ræktunarnúmeri er hægt að senda t-póst á RML.
 
„Umráðamaður“. Samkvæmt nýlegum reglum Evrópusambandsins um hestahald er nauðsynlegt að öll hross hafi skráðan umráðamann, vegna þess að WorldFengur virkar sem rafrænt hestavegabréf. Umráðamaður er í flestum tilfellum sami aðili og skráður eigandi en vegna eftirfarandi þátta þarf að skerpa á þessu:
  • Ef hross er skráð á marga eigendur þá þarf að velja einhvern einn sem umráðamann þess. 
  • Ef skráður eigandi er undir lögaldri, þarf að skrá einhvern eldri sem umráðamann. 
  • Ef eigandi er ekki staðsettur í sama landi og hrossið, t.d. útlendingar sem eiga hross hér á landi, þá þarf að skrá þau á umráðamann sem búsettur er hérlendis. 
Eigandi getur breytt umráðamanni þegar honum hentar, t.d. ef hann lánar einhverjum hross í lengri tíma. 
Í flipanum „um mig“ eru persónulegar upplýsingar, s.s. heimilisfang, sími og netfang. Þarna er hægt að leiðrétta upplýsingar ef þörf er á. Endilega að yfirfara netföng og símanúmer reglulega.
 
„Skýrsluhaldsskil“. Hér fara fram árleg skil á skýrslum þegar búið er að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar í fyrri flipum. Þessi skil þarf að framkvæma fyrir 20. nóvember. 
 
Ekki er hægt að skila skýrsluhaldinu nema búið sé að gera grein fyrir fyljanaskráningu ársins og ástæðum förgunar fyrir þau hross sem voru felld/slátrað á árinu.
 
Til hagræðis fyrir hesteigendur er hér einnig yfirlit yfir fullorðin hross sem ekki eru örmerkt og listi yfir þau hross sem búið er að taka DNA-sýni úr en hafa ekki fengið staðfestingu á ætterni. Þar sem ekki fæst staðfesting á ætterni ættu menn að skoða hvers vegna svo er. Oft eru eðlilegar skýringar á því, s.s. að ekki sé til DNA-sýni úr móður eða föður. Mistök geta líka hafa átt sér stað við sýnatöku eða greiningu og því full ástæða til að fylgja þeim málum eftir.
 
Allir þeir sem eru félagsmenn í hestamannafélagi eða Félagi hrossabænda eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng og þar með heimarétt. Þeir sem hafa ekki látið virkja fyrir sig aðgang að WF ættu að  setja sig í samband við gjaldkera eða formann í viðkomandi félagi og óska eftir að það verði gert. Munum að skila skýrslum fyrir 20. nóvember næstkomandi og tökum þátt í því að WorldFengur gefi sem raunsannasta mynd af stofninum hverju sinni.
 
„Hrossin mín“. Undir þessum flipa koma upp öll hross í heimaréttinni. Hér er um að gera að skoða vel hvað hefur breyst á árinu og ganga frá eigandaskiptum og gera grein fyrir afdrifum og geldingu þar sem það á við. Leiðbeiningar um notkun á heimaréttinni er að finna á heimasíðu RML. 
 
„Fyljanaskráning“. Þarna koma upp allar hryssur í viðkomandi heimarétt. Hér þarf að gera grein fyrir því hvort hryssum hafi verið haldið eða ekki. Hafi hryssu verið haldið þarf að skrá hjá hvaða stóðhesti hún var, hvenær hún var hjá honum og árangri fyljunar (sjá mynd hér til hliðar).
Undir þessum flipa er líka að finna lista yfir stóðhesta tveggja vetra og eldri. Hafi þeir verið notaðir þarf að skrá inn hvaða hryssur voru hjá þeim (sjá mynd hér til hliðar).
 
Ef hryssueigandi hefur þegar skráð fyljun á sína hryssu kemur hún sjálfkrafa hér inn og eigandi stóðhestsins þarf einungis að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. 

 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...