Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þóroddur Sveinsson flytur erindi sitt á Hvanneyri.
Þóroddur Sveinsson flytur erindi sitt á Hvanneyri.
Mynd / smh
Fréttir 28. júní 2019

Skortur á gögnum um kolefnislosun af framræstu landi á Íslandi

Höfundur: smh
Samkvæmt skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum (IPCC) losar framræst votlendi á Íslandi mesta af kolefni á Norðurlöndunum. Skortur á gögnum gefur mögulega villandi mynd að mati Þorodds Sveinssonar, tilraunastjóra og lektors við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). 
 
Þetta kom fram í erindi hans á ráðunautafundi Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins og LbhÍ á dögunum þar sem hann bar saman losunargildi kolefnis úr framræstu landi á Íslandi við önnur norðlæg lönd samkvæmt landsskýrslum vísindanefnda (NIR) sem unnar eru eftir regluverki IPCC. Í máli Þórodds kom fram að brýnt væri að Ísland aflaði sér eigin haldbærra vísindalegra gagna til að minnka óvissu um losun gróðurhúsalofttegunda á framræstu landi.
 
IPCC landnýtingarflokkarnir sem hann skoðaði voru annars vegar akurlendi (Crop land) og graslendi (Grassland). Skilgreiningar á þessum landnýtingarflokkum eru þó ólíkar á milli Íslands annars vegar og hinna Norðurlandanna hins vegar sem gerir samanburðinn erfiðan. Til dæmis eru öll tún á Íslandi flokkuð með akurlendi á meðan einungis tún í reglulegum sáðskiptum eru í þessum flokki á hinum Norðurlöndunum. Í flokknum graslendi á hinum Norðurlöndunum eru síðan einungis graslendi (tún) sem nýtt eru í landbúnaði og þá aðallega til sláttar og/eða beitar en eru ekkert eða óreglulega endurunnin, líkt og er raunin með flest íslensk tún. Að mati Þórodds ætti stór hluti íslenskra túna að vera í IPCC flokki graslendis í stað akurlendis ef samræmis væri gætt. 
 
Skortur á gögnum gefur mögulega villandi mynd 
 
Samkvæmt IPCC er akurlendi á Íslandi um 120 þúsund hektarar, þar af um 54 þúsund hektarar (45 prósent) á framræstu landi og graslendi um 5 milljón hektarar, þar af 320 þúsund hektarar (6 prósent) á framræstu landi. 
 
Þóroddur sagði að jarðveginum í þessum landnýtingarflokkum IPCC væri einungis skipt upp í tvær jarðvegsgerðir. Annars vegar lífrænan jarðveg sem losar mikið kolefni í andrúmsloftið og hins vegar steinefnajarðveg sem telst vera nánast kolefnishlutlaus, það er hvorki bindur eða losar kolefni. 
 
„Á Íslandi er allt framræst land flokkað með lífrænan jarðveg vegna skorts á upplýsingum um hlut einstakra jarðvegsgerða á framræstu landi. Það hefur þó verið áætlað að meira en fjórðungur votlendis sé með steinefnajarðveg. Hins vegar hefur ekki verið áætlað hversu stór hluti framræsts votlendis hefur steinefnajarðveg þó vitað sé að hann er verulegur. Framræst land með steinefnajarðveg er svo til kolefnishlutlaust samkvæmt IPCC. Bara þess vegna er ekki ólíklegt að heildarlosun kolefnis vegna framræslu hér á landi sé ofmetin,“ segir Þóroddur. 
 
Hann bendir á að samkvæmt NIR skýrslum sé kolefnislosun í akurlendi frá lífrænum jarðvegi mest í Noregi og á Íslandi af þeim norðlægu löndum sem voru borin saman, eða 7,9 tonn kolefnis af hverjum hektara árlega. 
 
Í öðrum löndum (Svíþjóð, Finnlandi, Kanada og Rússlandi) er losunin umtalsvert minni, eða frá 5,0-6,6 tonn kolefnis á hektara. Í sömu skýrslum er kolefnislosun í graslendi frá lífrænum jarðvegi hins vegar mest á Íslandi, eða 5,7 tonn kolefnis á hektara samanborið við Finnland, Svíþjóð og Noreg þar sem losunin í þessum flokki er metin 1,9–3,6 tonn kolefnis á hektara.
 
Engar losunarrannsóknir
 
„Engar losunarrannsóknir hafa verið gerðar í framræstu akurlendi á Íslandi en rannsóknir á graslendi (utan túna) eru nokkrar en takmarkaðar. Þess vegna er notast við IPCC sjálfgildi (default) sem eru með mjög há uppgefin öryggismörk (skekkjumörk). Hin Norðurlöndin nota að stórum hluta losunargildi sem byggð eru á eigin rannsóknum og mælingum. Þau losunargildi eru yfirleitt lægri en sjálfgildi IPCC,“ segir Þóroddur. 
 
Brýnt að aflað sé vísindalegra gagna
 
Í erindi sínu á Hvanneyri lagði Þór­oddur til að Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins færu í samstarf um að afla vísindalegra gagna með því að kortleggja og skipuleggja jarðvegsgerðir í framræstu ræktunarlandi. Valið yrði með slembiúrtaki framræst land af öllu landinu, þar sem tekin yrðu 30 sentimetra jarðvegssýni sem öll yrðu rúmþyngdarmæld til að ákvarða kolefnishlutfallið í jarðveginum. 
 
Úrtakið úr sýnunum yrði svo notað til að efnagreina jarðveginn fyrir aðhvarfsjöfnur og samtímis yrðu gerðar öndunarmælingar á völdum stöðum. Fyrr væri í raun ekki hægt að meta með nokkurri vissu hvað framræst land á Íslandi losar mikið kolefni./smh
Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...